Breytingar hjá Hjúkrunarmóttöku og Ung- og smábarnavernd HSS

miðvikudagur, 18. mars 2020

Varðandi þjónustuna í hjúkrunarmóttöku og ung- og smábarnavernd heilsugæslu HSS þessa dagana er rétt að taka eftirfarandi fram:

Vegna smithættu er nú reynt að fækka komum á hjúkrunarmóttöku og mál leyst með símatímum í þeim tilfellum sem hægt er.

Fólk sem grunar að það sé með einkenni Covid-19 ætti alls ekki að koma á heilsugæslu, heldur hringja í 422-0500, bóka símatíma á Heilsuveru (www.heilsuvera.is), hringja í vaktsímann 1700, eða nýta sér netspjallið á Heilsuveru.

Ef fólk með kvefeinkenni kemur á heilsugæsluna, fær það maska á meðan dvöl þess á HSS stendur.

---

Vinsamlega athugið að öllum skoðunum í 2 ½ árs skoðanir og 4 ára skoðanir hjá Ung- og smábarnavernd HSS hefur verið frestað, og sömuleiðis hjá þeim sem eiga bókað í 10 mánaða skoðanir næstu fimm vikurnar. Síðastnefndi hópurinn mun fá tíma í 12 mánaða skoðun.

Þá verður tímum í 12 mánaða skoðun einnig frestað og munu aðstandendur þeirra fá skilaboð í gegnum Heilsuveru.is.

8 mánaða skoðanir munu haldast.

Ef foreldrar hafa áhyggjur þá er velkomið að hafa samband við HSS í síma 422-0500.

Þau sem eiga bókaðan tíma og eru að mæta, eru vinsamlega beðin um að aðeins annað foreldrið fylgi barninu í skoðun og að þau bíði í bíl sínum hér fyrir utan, en ekki inni á biðstofu, eftir að við hringjum þegar komið er að þeim í skoðun.

Aðalnúmer

422-0500

Grindavík

422-0750

Vaktsími eftir lokun

1700

Neyðarnúmer

112