Bólusetning við COVID-19 hafin á HSS

þriðjudagur, 29. desember 2020
Bólusetning við COVID-19 hafin á HSS
Það var sannarlega fagnað á HSS í dag þar sem bólusetning fyrir COVID-19 hófst.

Efnin komu um hádegisbil, en hjúkrunarfræðingar tóku svo til við að blanda þau eftir kúnstarinnar reglum.

Skammtarnir sem fengust í þetta fyrsta skipti munu nægja til að bólusetja framlínufólk HSS og vistfólk á Nesvöllum, Hlévangi og Víðihlíð í dag.

Kristín Sigurmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur á Slysa- og bráðamóttöku, varð þess heiðurs aðnjótandi að þiggja fyrsta skammtinn

Næsta sending bóluefnis ætti að berast til landsins um miðjan janúar og verður þá haldið áfram að bólusetja fólk í áhættuhópum.
Aðalnúmer

422-0500

Grindavík

422-0750

Vaktsími eftir lokun

1700

Neyðarnúmer

112