Allir fá boð í Covid-bólusetningu

fimmtudagur, 4. febrúar 2021
Allir fá boð í Covid-bólusetningu
Að gefnu tilefni er áréttað að allir munu fá boðanir í bólusetningu fyrir Covid-19 þegar að þeim kemur í samræmi við forgangsröðun sóttvarnarlæknis og birgðastöðu bóluefnis á landinu.

Mikið er hringt á heilsugæslustöðvar HSS þessi dægrin en starfsfólk hefur ekki frekari upplýsingar og getur ekki sagt til um hvenær kemur að hverjum einstaklingi.

(Mynd/Víkurfréttir)
Aðalnúmer

422-0500

Grindavík

422-0750

Vaktsími eftir lokun

1700

Neyðarnúmer

112