Laus staða sjúkraliða í Víðihlíð Prentvæn útgáfa
Mánudagur, 25. júlí 2016 17:34

Við hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) viljum ráða sjúkraliða við hjúkrunardeildina í Víðihlíð Grindavík

Um er ræða vaktavinnu þar sem unnið er á þrískiptum vöktum.

Helstu verkefni og ábyrgð

Sjúkraliðar í Víðihlíð bera ábyrgð á allri ummönnun skjólstæðinga í samráði við hjúkrunarfræðinga á deildinni.  Sjúkraliðar í Víðihlíð sinna einnig heimahjúkrun í Grindavík og þurfa helst að hafa bíl til umráða. 

Hæfniskröfur

Íslenskt sjúkraliðaleyfi

Faglegur metnaður og vandvirkni.

Jákvætt og hlýtt viðmót.

Góð samskiptahæfni.

Sjálfstæði í vinnubrögðum.

Samvinnufús og tilbúin að vinna þau verkefni sem þarf.

Starfsreynsla er æskileg.

 

Frekari upplýsingar um starfið

Um er að ræða mjög áhugaverð, fjölbreytt og gefandi störf.  Þeir sem hafa sótt um áður eru vinsamlegast beðnir um að sækja aftur um til að endurnýja umsókn.  Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags.  Sótt er um starfið rafrænt á: www.hss.is undir „Laus störf“. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Umsóknir geta gilt í sex mánuði.

 

Starfshlutfall 60-100%

Umsóknarfrestur er til og með 15.  ágúst 2016

 

Nánari upplýsingar

Ingibjörg Þórðardóttir, deildarstjóri í Víðihlíð veitir nánari upplýsingar um starfið, í síma 422-0700 / 894-3774 eða í gegnum netfangið Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. .

 
Tvær stöður geislafræðinga lausar til umsóknar Prentvæn útgáfa
Fimmtudagur, 21. júlí 2016 16:07

 

Við hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja viljum ráða tvo geislafræðinga í framtíðarstörf frá og með 1. september 2016.  Hjá stofnuninni er frábær starfsandi, boðleiðir eru stuttar og nýjum hugmyndum tekið fagnandi.  Um er að ræða dagvinnu og bakvaktarvinnu.

Helstu verkefni og ábyrgð

Á deildinni eru gerðar allar almennar röntgenrannsóknir ásamt sneiðmyndatökum.

Hæfniskröfur

Geislafræðingur með íslenskt leyfi.

Starfsreynsla í almennri röntgenmyndun.

Starfsreynsla við tölvusneiðmyndartöku.

Faglegur metnaður og frumkvæði.

Góð samskiptahæfni.

Sjálfstæði í vinnubrögðum.

 

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags.  Sótt er um starfið rafrænt á: www.hss.is undir „Laus störf“.  Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.  Umsóknir geta gilt í 6 mánuði.

 

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja er reyklaus vinnustaður.

Starfshlutfall er 70% í báðum stöðunum.    

Umsóknarfrestur er til og með 8. ágúst 2016.

 

Nánari upplýsingar veitir

Jórunn Garðarsdóttir, yfirgeislafræðingur, í síma 422-0506 / 896-1069 eða í gegnum netfangið Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

 

 

 
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Síðasta >>

Ertu ánægð/ur með vef HSS?
 
Hversu oft heimsækir þú vef HSS?
 

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja | Skólavegi 6, 230 Reykjanesbæ | Kt: 511297-2819 |·S: 422-0500 Fax:421-2400 | www.hss.is | hss@hss.is