Rannsókn sóttvarnarlæknis: Ekkert bendir til heilsufarslegra áhrifa vegna mengunar úr Helguvík Prentvæn útgáfa
Þriðjudagur, 29. nóvember 2016 15:53

Samkvæmt rannsókn sóttvarnarlæknis er ekkert sem bendir til þess að fólk hafi almennt orðið fyrir heilsufarslegum áhrifum vegna mengunar frá kísilverksmiðjunni í Helguvík. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sóttvarnarlækni og Umhverfisstofnun á vef Landlæknisembættisins.

Rannsóknin byggir á gögnum heilsugæslunnar í gagnagrunnum sóttvarnarlæknis, og er þar ekki að sjá neina aukningu á fjölda þeirra íbúa sem búa á svæðinu næst kísilverksmiðjunni í Helguvík sem hafa fengið greiningarnar astmi, hálsbólga, öndunarfæraeinkenni, augneinkenni eða útbrot.

Auk þess hefur sóttvarnalæknir einnig verið í samvinnu við umdæmislækni sóttvarna á Suðurnesjum en samkvæmt honum hafa starfandi læknar á svæðinu ekki orðið varir við aukningu á einkennum sem rekja má til mengunar frá kísilverksmiðjunni.

Íbúar hafa orðið varir við reyk og viðvarandi brunalykt frá verksmiðjunni síðan hún var gangsett 11. nóvember síðastiðinn.

Í tilkynningunni segir að Umhverfisstofnun hafi farið reglulega í eftirlit á síðustu vikum og fylgist með niðurstöðum loftgæðamælinga.

„Loftgæðamælingar fara fram á þremur stöðum í nágrenni verksmiðjunnar. Hægt er að fylgjast með niðurstöðum þeirra í rauntíma á andvari.is. Frá því að verksmiðjan fór í gang hafa mælingar á mengunarefnum aldrei farið yfir skilgreind viðmiðunarmörk vegna heilsuverndar manna. Hægt er að sjá einstaka toppa en gildi þeirra eru öll töluvert undir ofangreindum mörkum.“

„Það er sameiginlegt mat Umhverfisstofnunar og sóttvarnalæknis að ekki sé þörf á að grípa til aðgerða vegna reyks frá verksmiðju og brunalyktar á svæðinu. En bæði sóttvarnalæknir og Umhverfisstofnun munu fylgjast náið með og vakta bæði umhverfi og menn á svæðinu með tilliti til hugsanlegra mengunaráhrifa.“

 
Nýtt símanúmer vaktþjónustu utan dagvinnutíma HSS er 1700 Prentvæn útgáfa
Föstudagur, 30. september 2016 15:55

Hjukrunarfraedingur simavaktHSS hefur tekið í notkun vaktsímanúmerið 1700. Það er sameiginleg símaráðgjöf fyrir heilsugæslustöðvar og heilbrigðisstofnanir nota á landsvísu. Ef þú hringir í númerið fæst samband við hjúkrunarfræðing sem veitir þér ráðgjöf og leiðbeiningar. Ef tilefni er til, verður þér gefið samband við lækni.

Athugið að 1700 er aðeins fyrir ráðgjöf utan dagvinnutíma. Hjúkrunarfræðingur í 1700 svarar ekki fyrirspurnum um tímabókanir eða opnunartíma HSS:

Á milli kl. 8 og 16 virka daga skal hafa samband við móttöku HSS í síma 422-0500.

 
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Síðasta >>

Ertu ánægð/ur með vef HSS?
 
Hversu oft heimsækir þú vef HSS?
 

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja | Skólavegi 6, 230 Reykjanesbæ | Kt: 511297-2819 |·S: 422-0500 Fax:421-2400 | www.hss.is | hss@hss.is