Lausar afleysingastöður í Víðihlíð - Möguleiki á framtíðarstöðu Prentvæn útgáfa
Föstudagur, 27. maí 2016 11:16

Við hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) viljum ráða sjúkraliða eða einstakling með áhuga á umönnunarstörfum til starfa á hjúkrunardeildinni Víðihlíð í Grindavík. Um er ræða vaktavinnu þar sem unnið er á þrískiptum vöktum.

Helstu verkefni og ábyrgð

Starfsmenn í Víðihlíð bera ábyrgð á allri umönnun skjólstæðinga í samráði við hjúkrunarfræðinga á deildinni. Sjúkraliðar í Víðihlíð sinna einnig allri heimahjúkrun í Grindavík. 

Hæfniskröfur

  • Sjúkraliði er kostur.
  • Faglegur metnaður og vandvirkni.
  • Jákvætt og hlýtt viðmót.
  • Góð samskiptahæfni.
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Samvinnufús og tilbúin að vinna þau verkefni sem þarf.
  • Starfsreynsla er æskileg.

 

Frekari upplýsingar um starfið

Um er að ræða mjög áhugaverð, fjölbreytt og gefandi störf með möguleika á framtíðarráðningu. Þeir sem hafa sótt um áður eru vinsamlegast beðnir um að sækja aftur um til að endurnýja umsókn. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags. Sótt er um starfið rafrænt á: www.hss.is undir „Laus störf“. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Umsóknir geta gilt í sex mánuði.

 

Starfshlutfall 50-90%

Umsóknarfrestur er til og með 13. júní 2016

Nánari upplýsingar veitir

Ingibjörg Þórðardóttir, deildarstjóri í Víðihlíð veitir nánari upplýsingar um starfið, í síma 422-0700 / 894-3774 eða í gegnum netfangið Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

 
Námskeið til að auka vellíðan nýbakaðra mæðra Prentvæn útgáfa
Þriðjudagur, 17. maí 2016 09:17

Nú stendur yfir námskeið á HSS fyrir mæður og ungabörn á vegum Forvarnar- og meðferðarteymi barna, FMTB.

Markmið námskeiðsins er að auka vellíðan mæðra, auka öryggi í samskiptum við nýja barnið og styrkja tengslamyndun móður og barns.

Um er að ræða vikulega tíma, samtals sex skipti. Í tímunum er lögð áhersla á fræðslu og umræður um svefn og merkjamál ungabarna, tengslamyndun, mikilvægi snertingar og líðan mæðra.

Leiðbeinendur eru Harpa Eysteinsdóttir og Guðlaug Friðgeirsdóttir sálfræðingar í FMTB.

 
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Síðasta >>

Ertu ánægð/ur með vef HSS?
 
Hversu oft heimsækir þú vef HSS?
 

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja | Skólavegi 6, 230 Reykjanesbæ | Kt: 511297-2819 |·S: 422-0500 Fax:421-2400 | www.hss.is | hss@hss.is