Starfsemi í Víðihlíð

altÍ Víðihlíð er rekin hjúkrunardeild fyrir aldraða og er þar pláss fyrir 20 skjólstæðinga.

Deildin er á tveimur hæðum og var efri hæðin tekin í notkun árið 1992 en neðri hæðin árið 1994. Efri hæðin var öll tekin í gegn árið 2010 – 2011 og eru þar nú 8 einstaklingsherbergi og búið er að færa dagstofuna inn á miðja deild svo nú er betra aðgengi fyrir alla. Ekki er búið að lagfæra neðri hæðina og eru þar fimm tvíbýli enþá og svo tvö einbýli þannig að 12 skjólstæðingar geta búið þar.

Íbúum er velkomið að koma með persónulega muni og hafa hjá sér á herbergjunum eins og húsrúm leyfir til að gera dvölina sem ánægjulegasta og heimilislega.

Ýmislegt er í boði til dægrastyttingar s.s samverustundir með söng, sögulestri og spilum. Einnig er í boði að fara fram í Miðgarð og taka þátt í félagsstarfi eldri borgara í Grindavík eins og taumálun, keramik, glervinnu og annarri handavinnu.

Dagstofa er á báðum hæðunum og er borðað þar alla jafna, setið saman, spjallað og horft á sjónvarp. Útgengt er úr dagstofu neðri hæðar út í afgirtan garð er snýr móti suðri. Á góðviðrisdögum er oft setið þar úti, kaffi drukkið og veðurblíðunnar notið.

Aðstaða til sjúkraþjálfunar er ágæt og kemur sjúkraþjálfari tvisvar í viku og sinnir þeim sem á þurfa að halda. Í þvottahúsi Víðihlíðar eru þvegin einkaföt skjólstæðinganna.

Deildarstjóri er Ingibjörg Þórðardóttir.

Víðihlíð  -  hjúkrunardeild aldraðra
Austurvegi 5
240 Grindavík
Sími: 422-0700
Fax  422-0710

Áhugaverðir hlekkir:
Lög um málefni aldraðra - efni á vefsíðu Alþingis.
Reglugerð um þjónustuhóp aldraðra og vistunarmat aldraðra.

Aðalnúmer

422-0500

Grindavík

422-0750

Vaktsími eftir lokun

1700

Neyðarnúmer

112