Heilsuvernd skólabarna HSS

Heilsuvernd skólabarna HSS er framhald af ung- og smábarnavernd og eru níu grunnskólar í umsjá hennar.

Lögð er áhersla á fræðslu og heilsueflingu barnanna ásamt reglubundnu eftirliti með líkamlegri og andlegri heilsu þeirra. Fræðslan og heilsueflingin byggir á hugmyndafræði 6-H heilsunnar.

Hjúkrunarfræðingar sinna nemendum með langvinna sjúkdóma og fötlun og sinna slysum og veikindum sem upp koma á skólatíma.

Heilsufarsskoðanir eru framkvæmdar í fjórum árgöngum: 1., 4., 7. og 9. bekk þar sem mæld er hæð, þyngd og sjón.

Ónæmisaðgerðir eru framkvæmdar samkvæmt leiðbeiningum landlæknis.

Hjúkrunarfræðingar eiga sæti í nemendaverndarráðum allra grunnskóla Suðurnesja og eru tengiliðir skóla, heimila og HSS. Þeir starfa í þverfaglegum teymum innan skóla um málefni barna með sérþarfir og þurfa sérstök úrræði.

Vinsamlegast smellið hér ef þið viljið senda hjúkrunarfræðingum skólaheilsugæslu tölvupóst.

Aðalnúmer

422-0500

Grindavík

422-0750

Vaktsími eftir lokun

1700

Neyðarnúmer

112