Opnunartímar og heimsóknatímar

Almenn móttaka í Reykjanesbæ er opin 8-16.

Hafið samband í síma 422-0500 fyrir frekari upplýsingar. 

Símsvörun á HSS er allan daginn frá kl 8 til 20 og um helgar frá 10 til 20.

Utan opnunartíma má hringja í vaktsímann 1700.

Læknavaktin er opin frá 16-20 á virkum dögum og 10-13 og 17-19 um helgar og á helgidögum. 

Hægt er að bóka tíma á læknavaktina eftir kl. 13:00 samdægurs í síma 422-0500.

Heilsugæsla HSS Grindavík

Móttakan er opin alla virka daga frá kl. 8 til 16
Tímapantanir alla virka daga frá kl. 8 til 16 í síma 422-0750


Heimsóknir á D-deild og ljósmæðravakt 


Sjúkradeild (D-deild)

Nýjar reglur um heimsóknir á sjúkradeild og ljósmæðravakt HSS frá og með 22. desember 2021

 • Engar heimsóknir eru leyfðar nema með sérstökum undantekningum. 
 • Gamlársdag og nýársdag verða leyfðar heimsóknir eins gests til hvers sjúklings í 1 klst á tímabilinu kl. 14-18.
 • Farið er fram á að viðkomandi sé fullbólusettur eða hafi fengið COVID á síðastliðnum sex mánuðum. Heimsóknargestir skulu nota einnota grímu en þær eru aðgengilegar við inngang á deild.
 • Heimsóknir barna undir 12 ára aldri eru óheimilar nema undir sérstökum kringumstæðum og þá aðeins með leyfi stjórnenda viðkomandi deilda.

Ljósmæðravakt

 • Heimsóknir annarra en maka eru óheimilar til kvenna á ljósmæðravakt.

Reglur um komu gesta

 • Mælst er til þess að börn undir 12 ára aldri komi ekki í heimsókn á HSS
 • Aðstandendur sem eru með COVID-19 mega ekki koma í heimsókn fyrr en eftir útskrift frá COVID-göngudeild en þurfa þó að sýna ítrustu aðgát í nálægð við viðkvæma sjúklingahópa í tvær vikur eftir útskriftina
 • Aðstandendur sem eru með einkenni sem geta samrýmst COVID-19 mega ekki koma í heimsókn fyrr en ljóst er að ekki er um COVID-19 eða aðra smitandi sjúkdóma að ræða og einkenni eru gengin yfir

Gestir sem koma erlendis frá

 • Óbólusettir/hálfbólusettir aðstandendur sem koma erlendis frá mega almennt ekki koma í heimsókn fyrr en þeir hafa fengið neikvætt svar úr sýni á 5. degi frá komu til landsins. Hægt er að sækja um undanþágu til stjórnenda deildar í sérstökum tilvikum
 • Fullbólusettir aðstandendur sem koma erlendis frá mega koma í heimsókn eftir eina neikvæða COVID sýnatöku (PCR eða hraðgreining) eftir heimkomu ef þeir eru ekki með einkenni sem geta samrýmst COVID-19. En mælst er til þess að þeir komi ekki í heimsókn fyrstu 5 dagana eftir komu til landsins til að draga úr líkum á dreifingu COVID-19

Gestir sem eru í sóttkví vegna útsetningar fyrir COVID-19

 • Óbólusettir/hálfbólusettir aðstandendur sem hafa verið útsettir fyrir COVID-19 mega almennt ekki koma í heimsókn fyrr en eftir neikvætt sýni á 5. degi frá útsetningu. Hægt er að sækja um undanþágu til stjórnenda deildar í sérstökum tilvikum
 • Fullbólusettir aðstandendur sem hafa verið útsettir fyrir COVID-19 mega koma í heimsókn eftir neikvætt sýni á 5. degi frá útsetningu þegar búið er að aflétta sóttkví. Hægt er að sækja um undanþágu til stjórnenda deildar í sérstökum tilvikum

Covid – sýnatökur

Einkennasýnatökur fara fram á þriðjudögum í anddyri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja á Skólavegi 6 

Opnunartími er frá 8:30 til 9:00 á þriðjudögum

ATH panta þarf sýnatöku á heilsuvera.is Eingöngu erum einkennasýnatökur að ræða og tekin eru PCR próf. 

Þeir sem þurfa hraðpróf er bent á sýnatökustað Öryggismiðstöðvarinnar við Aðalgötu 60, Reykjanesbæ. Hægt er að panta sýnatöku þar á testcovid.is.

Þeir sem þurfa PCR sýni vegna ferðalaga er bent á að panta sýnatöku travel.covid.is og fara í sýnatöku á Álfabakka 16 í Reykjavík 

Covid test on Tuesdays between 8:30 and 9:00 pm at the Lobby of Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, Skólavegi 6

NOTE: You have to order a barcode at heilsuvera.is 

Those who need a rapid antigen test are pointed to the Covid center at Aðalgata 60 in Reykjanesbær. The test can be booked at testcovid.is

Those who need PCR test for travel are advised to order the test from travel.covid.is and can go to Álfabakki 16 in Reykjavík for the test.


Covid – bólusetningar

Covid- bólusetningar fara fram á heilsugæslunni í Reykjanesbæ. Hægt er að panta tíma í Covid bólusetningu á "mínar síður" á heilsuvera.is. 

Nú mega 16 ára og eldri koma í örvunarbólusetningu 4 mánuðum eftir seinni skammt grunnbólusetningar.

Bóluefni Pfizer er í boði

Börn 12 til 15 ára geta ekki fengið örvunarbólusetningu

Þeir sem ekki eru búnir að fá grunnbólusetningu eru velkomnir.

Börn 5 til 11 ára sem ekki voru bólusett með árgöngunum sínum geta sent skilaboð á covid@hss.is varðandi tímasetningu.

Einstaklingar 80 ára og eldri stendur til boða að fá fjórðu covid bóluetninguna. hægt er að panta tíma á "mínar síður" á heisluvera.is eða hringja í afgreiðslu HSS og panta tíma. 


Í neyð ráðleggjum við fólki að hringja í 112, en Slysa- og bráðamóttaka HSS er opin allan sólarhringinn, sem fyrr. Fólki sem er í neyð og leitar á heilsugæslu er alltaf sinnt.

Öllum sem þurfa á vaktþjónustu að halda er bent á að hafa samband við heilsugæsluna í síma 422 0500, eða bóka símatíma á www.heilsuvera.is

Upplýsingar um frekari breytingar á starfseminni verður auglýst á heimsíðu HSS og Facebook-síðu HSS.

Nánari upplýsingar um Covid-faraldurinn er annars að finna á www.covid.is , www.heilsuvera.is  og www.heilsugaeslan.is

Aðalnúmer

422-0500

Grindavík

422-0750

Vaktsími eftir lokun

1700

Neyðarnúmer

112