Opnunartímar og heimsóknatímar

Athugið að sökum ráðstafana vegna COVID-19 faraldursins er opnunartími HSS með breyttum hætti um stundarsakir til að draga úr smithættu skjólstæðinga sem og starfsfólks.

Almenn móttaka í Reykjanesbæ er opin 8-16.

Hafið samband í síma 422-0500 fyrir frekari upplýsingar. 

Símsvörun á HSS er allan daginn frá kl 8 til 20 og um helgar frá 10 til 20.

Utan opnunartíma má hringja í vaktsímann 1700.

Læknavaktin er opin frá 16-20 á virkum dögum og 10-13 og 17-19 um helgar og á helgidögum. 

Hægt er að bóka tíma samdægurs í síma 422-0500.

Heilsugæsla HSS Grindavík

Móttakan er opin alla virka daga frá kl. 8 til 16
Tímapantanir alla virka daga frá kl. 8 til 16 í síma 422-0750

Heimsóknir á D-deild

Heimsóknir eru leyfðar kl. 18-20 með ákveðnum skilyrðum:

  • Bóka þarf tíma í heimsóknir í síma 422-0636.
  • Aðeins einn gestur má koma í heimsókn á dag í eina klst.í senn á tilgreindum heimsóknartíma.
  • Allir gestir verða að bera grímu og sótthreinsa hendur, virða fjarlægðamörk (2 metra) og séu fullvissir um að þeir hafi engin einkenni sem samrýmst geta einkennum COVID 19.
  • Heimsóknir barna undir 16 ára aldri eru ekki leyfðar nema í sérstöku samráði við stjórnendur deildar.

ATHUGIÐ að gestir mega ekki koma í heimsókn ef þeir:

  • Eru í sóttkví.
  • Eru í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu úr sýnatöku).
  • Hafa komið erlendis frá fyrir minna en 14 dögum.
  • Hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift.
  • Eru með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.).
Covid-sýnatökur á Fitjabraut 3 í Njarðvík

Opið er í landamæraskimun og sóttkvíarskimun milli kl. 8:30 og 9:00 alla morgna. Opið er í einkennasýnatöku milli kl. 9:15 og 9:30.

Ekki er hægt að mæta í sýnatöku á Fitjabrautina án þess að vera með strikamerki, eða hafa sótt um slíkt áður.

---

Í neyð ráðleggjum við fólki að hringja í 112, en Slysa- og bráðamóttaka HSS er opin allan sólarhringinn, sem fyrr. Fólki sem er í neyð og leitar á heilsugæslu er alltaf sinnt.

Öllum sem þurfa á vaktþjónustu að halda er bent á að hafa samband við heilsugæsluna í síma 422 0500, eða bóka símatíma á www.heilsuvera.is

Upplýsingar um frekari breytingar á starfseminni verður auglýst á heimsíðu HSS og Facebook-síðu HSS.

Nánari upplýsingar um Covid-faraldurinn er annars að finna á www.covid.is , www.heilsuvera.is  og www.heilsugaeslan.is

Aðalnúmer

422-0500

Grindavík

422-0750

Vaktsími eftir lokun

1700

Neyðarnúmer

112