Opnunartímar og heimsóknatímar
Athugið að sökum ráðstafana vegna COVID-19 faraldursins er opnunartími HSS með breyttum hætti um stundarsakir til að draga úr smithættu skjólstæðinga sem og starfsfólks.
Almenn móttaka í Reykjanesbæ er opin 8-16.
Hafið samband í síma 422-0500 fyrir frekari upplýsingar.
Símsvörun á HSS er allan daginn frá kl 8 til 20 og um helgar frá 10 til 20.
Utan opnunartíma má hringja í vaktsímann 1700.
Læknavaktin er opin frá 16-20 á virkum dögum og 10-13 og 17-19 um helgar og á helgidögum.
Hægt er að bóka tíma samdægurs í síma 422-0500.
Heilsugæsla HSS Grindavík
Móttakan er opin alla virka daga frá kl. 8 til 16
Tímapantanir alla virka daga frá kl. 8 til 16 í síma 422-0750
Heimsóknir á D-deild
Upplýsingar um fyrirkomulag yfir hátíðirnar má finna með því að smella hér.
Heimsóknir eru alla jafna leyfðar kl. 18-20 með ákveðnum skilyrðum:
- Bóka þarf tíma í heimsóknir í síma 422-0636
- Aðeins einn gestur má koma í heimsókn á dag í eina klst.í senn á tilgreindum heimsóknartíma
- Allir gestir verða að bera grímu og sótthreinsa hendur.
ATHUGIÐ að gestir mega ekki koma í heimsókn ef þeir:
- Eru í sóttkví
- Eru í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu úr sýnatöku)
- Hafa komið erlendis frá fyrir minna en 14 dögum
- Hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift
- Eru með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.)
ATHUGIÐ!
Ef smit vegna COVID-19 aukast aftur, eða smit vegna annarra smitsjúkdóma, munu tilslakanir á heimsóknarbanni ganga til baka og reglur verða hertar á ný.
Í neyð ráðleggjum við fólki að hringja í 112, en Slysa- og bráðamóttaka HSS er opin allan sólarhringinn, sem fyrr. Fólki sem er í neyð og leitar á heilsugæslu er alltaf sinnt.
Öllum sem þurfa á vaktþjónustu að halda er bent á að hafa samband við heilsugæsluna í síma 422 0500, eða bóka símatíma á www.heilsuvera.is
Upplýsingar um frekari breytingar á starfseminni verður auglýst á heimsíðu HSS og Facebook-síðu HSS.
Nánari upplýsingar um Covid-faraldurinn er annars að finna á www.covid.is , www.heilsuvera.is og www.heilsugaeslan.is
422-0500
422-0750
1700
112