Greinar

Fréttir

Gaf D-deildinni þrjá hjólastóla

Gjof-Hjolastolar11-2017.jpg

D-deildinni á HSS barst góð gjöf í vikunni þegar Helgi Sveinbjörnsson og starfsfólk hans í Þvottahöllinni komu færandi hendi með þrjá hjólastóla frá Fastus sem þau færðu deildinni.

Hjólastólarnir eru góð viðbót við hjálpartækjakost deildarinnar sem þarf að vera í stöðugri endurnýjun ef vel á að vera.

Kunna forsvarsmenn D-deildar og HSS Helga og hans fólki bestu þakkir fyrir.

Mynd: Helgi og starfsfólk hans á Þvottahöllinni ásamt Ingibjörgu Steindórrsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar á HSS og Bryndísi Sævarsdóttur, yfirhjúkrunarfræðingi.

 • Skrifað af Kerfisstjóri
 • Flokkur: Fréttir
 • Skoðað: 41

Laus staða hjúkrunarfræðings í heilsugæslunni Grindavík

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing til starfa í hjúkrunarmóttöku og skólaheilsugæslu við heilsugæslustöðina í Grindavík. Um er að ræða tímabundið starf frá 1. nóvember til 31. desember 2017.

Helstu verkefni og ábyrgð

Helstu áherslur í hjúkrunarmóttöku eru öll almenn hjúkrunarþjónusta.

Helstu verkefni í skólaheilsugæslu eru heilsuvernd skólabarna samkvæmt útgefni handbók landlæknis. Hjúkrunarfræðingar starfa samkvæmt lögum og reglugerðum um heilbrigðisstarfsmenn, siðareglum og markmiðum hjúkrunar.

Hæfniskröfur

 • Íslenskt hjúkrunarleyfi
 • Jákvætt viðmót og sjálfstæð vinnubrögð 
 • Góða hæfni og getu til samvinnu/teymisvinnu
 • Starfsreynsla er æskileg
 • Íslensku- og enskukunnátta skilyrði

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert.

Sótt er um starfið rafrænt hér á vefnum undir Laus störf. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og/eða viðtölum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSS við ráðningar á stofnunina. Öllum umsóknum verður svarað.

Starfshlutfall er 20-40%.

Umsóknarfrestur er til og með 23.10.2017  

Nánari upplýsingar veitir:

Laufey Birgisdóttir, yfirhjúkrunarfræðingur á heilsugæslustöðinni í Grindavík, í síma 422-0764 / 860-0193 eða í gegnum netfangið laufey@hss.is

 

 

 • Skrifað af Kerfisstjóri
 • Flokkur: Fréttir
 • Skoðað: 261

Heilsumatseðill á HSS í heilsu- og forvarnarviku

avextirÍ tilefni af Heilsu- og fornvarnarviku á Suðurnesjum dagana 2. til 8. október mun Heilbrigðisstofnun Suðurnesja bjóða upp á sérstakan heilsumatseðil í eldhúsi HSS alla vikuna.

Auk þess hefur framkvæmdastjórn ákveðið að hafa frammi á deildum ávaxtaskálar fyrir starfsfólk og skjólstæðinga alla vikuna.

Heilsu- og forvarnarvika hefur verið haldin í Reykjanesbæ síðustu ár, en er nú í fyrsta sinn haldin sameiginlega á Suðurnesjum. Á vef Reykjanesbæjar segir að markmiðið með heilsu og forvarnarviku sé að draga úr þeim áhættuþáttum sem einstaklingar geta staðið frammi fyrir á lífsleiðinni og hlúa að verndandi þáttum með þátttöku allra bæjarbúa.

 • Skrifað af Kerfisstjóri
 • Flokkur: Fréttir
 • Skoðað: 442

Laus framtíðarstaða lyflæknis

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða lyflækni til starfa á sjúkrasviði. Æskilegt er að viðkomandi sé einnig með sérfræðileyfi í undirsérgrein sem nýtist vel í starfi stofnunarinnar, s.s. hjarta- eða lungnalækningum. Um er að ræða framtíðarstarf og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf 1 janúar 2018.

Á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eru þrjú svið; heilsugæslusvið, sjúkrasvið og hjúkrunarsvið. Starfsstöðvar eru í þremur sveitarfélögum; Grindavík, Reykjanesbæ og Vogum. Íbúafjöldi upptökusvæðisins, sem er Reykjanesið, er um 24.000 íbúar auk alþjóðaflugvallar. Starfsmenn eru tæplega 300 í tæplega 200 stöðugildum.

Helstu verkefni og ábyrgð

Læknar á sjúkrasviði starfa samkvæmt lögum og reglugerðum um heilbrigðisstarfsmenn, siðareglum og markmiðum lækna og deildarinnar.

Hæfniskröfur

 • Íslenskt sérfræðileyfi í almennum lyflækningum
 • Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi
 • Brennandi áhugi á þróun þjónustunnar
 • Jákvætt viðmót, hæfni í mannlegum samskiptum og geta til að starfa í teymi
 • Frumkvæði, áreiðanleiki, drifkraftur, þrautseigja og árangursmiðað viðhorf

Frekari upplýsingar um starfið
Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Læknafélag Íslands hafa gert. 

Sótt er um starfið rafrænt hér á vefnum undir Laus störf. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og/eða viðtölum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSS við ráðningar á stofnunina. Öllum umsóknum verður svarað.

Starfshlutfall er 25-80%.
Umsóknarfrestur er til og með 23.10.2017

Nánari upplýsingar veita:
Sigurður Árnason, yfirlæknir á sjúkrasviði HSS, s. 422 0500
Fjölnir Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri lækninga, s. 422 0500

 • Skrifað af Kerfisstjóri
 • Flokkur: Fréttir
 • Skoðað: 222

Laus staða aðstoðardeildarstjóra heimahjúkrunar HSS

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing í starf aðstoðardeildarstjóra í heimahjúkrun. Á deildinni starfa hjúkrunarfræðingar við fjölbreytt og krefjandi verkefni, í nánu samstarfi við fagfólk í öðrum sérgreinum og á öðrum deildum stofnunarinnar þar sem boðleiðir eru stuttar.

Helstu verkefni og ábyrgð
Aðstoðardeildarstjóri er staðgengill deildarstjóra í fjarveru hans og vinnur með honum í daglegri stjórnun og rekstri. Hann starfar samkvæmt lögum og reglugerðum um heilbrigðisstarfsmenn, siðareglum og markmiðum hjúkrunar og deildarinnar.

Hæfniskröfur

 • Íslenskt hjúkrunarleyfi
 • 2-4 ára starfsreynsla við heimahjúkrun
 • Jákvætt viðmót og sjálfstæð vinnubrögð
 • Góð hæfni og geta til samvinnu/teymisvinnu
 • Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi er kostur
 • Góð íslenskukunnátta

Frekari upplýsingar um starfið
Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert.

Sótt er um starfið rafrænt hér á vefnum undir Laus störf. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og/eða viðtölum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja við ráðningar á stofnunina. Umsóknir geta gilt í sex mánuði. Öllum umsóknum verður svarað.

Starfshlutfall er 100%.
Umsóknarfrestur er til og með 16.10.2017

Nánari upplýsingar veita:
Margrét Blöndal deildarstjóri í síma 422-0500 og 860-0153 eða netfang: margretb@hss.is
Bryndís Sævarsdóttir yfirhjúkrunarfræðingur í síma 422-0500 og 861-3930 eða netfang: bryndis@hss.is

 • Skrifað af Kerfisstjóri
 • Flokkur: Fréttir
 • Skoðað: 450