Geðheilbrigði

  • Published in Demo

 Engin heilsa án geðheilsu

Hlutverk heilsugæslunnar í geðheilbrigðismálum er að vera almennt fyrsti viðkomustaður vegna geðraskana og sinna meðferð og eftirfylgni.  Á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja er starfandi teymi sérfræðinga sem sinnir geð- og sálfélagslegri aðstoð með megináherslu á meðferð og ráðgjöf fyrir börn og unglinga 0-18 ára og 18 ára og eldri. Teymið sem sinnir 0-18 ára er í daglegu tali nefnt Forvarnar- og meðferðarteymi barna eða FMBT en teymið sem sinnir 18 ára og eldri er kallað geðteymi.  

Átt þú við vanlíðan að stríða – hvert skal leita?
Ef þú átt við vanlíðan að stríða er fyrsta skrefið að hafa samband við heilsugæsluna og panta tíma hjá heilsugæslulækni eða panta símatíma hjá hjúkrunarmóttöku í síma 422-0500.

Börn með geðraskanir
Á heilsugæslu HSS er starfandi meðferðarteymi barna sem sinnir meðferð barna með geðraskanir. Meðferðarteymið vinnur í samvinnu við sálfræðideild skóla og félagsþjónustur á Suðurnesjum. Sjá nánari upplýsingar um meðferðarteymi barna.

Meðganga - fæðing - nýja barnið
Á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja er unnið eftir meðferðaráætlun Landlæknisembættisins hvað varðar líðan kvenna á meðgöngu og eftir fæðingu.  FMBT vinnur í samstarfi við mæðravernd og ungbarnavernd og hafa foreldrar aðgang að sálfræðingum og félagsráðgjafa teymis.  Sjá nánari upplýsingar um þjónustu við foreldra á meðgöngu og eftir fæðingu.

Geð- og sálfélagsleg aðstoð
Meðferðarteymi barna          Geðteymi
Námskeið Meðganga - fæðing - nýja barnið    
Fræðsla Starfsfólk
Gagnlegir tenglar

Ýmsir aðilar hafa styrkt teymið með góðum gjöfum þar á meðal Lionessur, Toyota, Sveitarfélög á Suðurnesjum.· – sjá nánar um styrki og gjafir sem teyminu hafa borist.