Góðar gjafir frá Vinarvoðum

  • Published in Fréttir

Heimahjukrun-gjafir

Þessar flottu konur komu færandi hendi á HSS um daginn og færðu heimahjúkrunardeildinni átta heimagerð bænasjöl, hekluð eða prjónuð og pökkuð inn í fallegar gjafaöskjur. Um er að ræða félagsskap í Ytri-Njarðvíkurkirkju sem kallar sig Vinavoðir og hefur gefið sjöl víða um samfélagið í Reykjanesbæ undanfarið, meðal annars á dagdvölinni og Selinu.

Þetta er sannarlega fallegt framtak og kann starfsfólk heimahjúkrunar HSS Vinarvoðum miklar og góðar þakkir fyrir.

Fyrir áhugasama þá hittast Vinavoðir á miðvikudögum frá 11:00 til 14:00.