Laus staða framkvæmdastjóra hjúkrunar

  • Published in Fréttir

Staða framkvæmdastjóra hjúkrunar við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) er laust til umsóknar. Starfshlutfall er 100%.
Staðan veitist frá 1. júlí 2017, eða eftir samkomulagi.

Á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eru þrjú svið; heilsugæslusvið, sjúkrasvið og hjúkrunarsvið. Starfsstöðvar eru í þremur sveitarfélögum; Grindavík, Reykjanesbæ og Vogum. Íbúafjöldi upptökusvæðisins, sem er Reykjanesið, er um 24.000 íbúar. Velta HSS er um 3 milljarðar og starfsmenn tæplega 300 í tæplega 200 stöðugildum.
Samstarf er við háskóla og framhaldsskóla um menntun nema í heilbrigðisgreinum og vísindarannsóknum.

Helstu verkefni og ábyrgð
• Ber ábyrgð á að móta sýn og markmið hjúkrunar
• Fagleg forysta um hjúkrun og starfsþróun hjúkrunarfræðinga, ljósmæðra og sjúkraliða
• Yfirsýn og mótun skipulags fyrir heilsugæslu-, sjúkrahús- og hjúkrunarþjónustu á öllum starfstöðvum
• Ber einnig að efla faglega þróun allra annarra heilbrigðisstétta í samvinnu við aðra framkvæmdastjóra
• Samhæfing á sviði heilsueflingar, forvarna og hjúkrunarþjónustu.
• Stefnumótun, markmiðasetning og árangursmælingar
• Uppbygging og samnýting mannauðs og liðsheildar ásamt ábyrgð á starfsmannamálum
• Ábyrgð á áætlanagerð og rekstri.
• Efling á kennslu, endurmenntun og uppbygging sérhæfingar í hjúkrun
• Innleiðing nýjunga
• Framkvæmdastjóri hjúkrunar heyrir beint undir forstjóra og á sæti í framkvæmdastjórn

Menntunar og hæfniskröfur
• Íslenskt hjúkrunarleyfi
• Viðbótar- eða framhaldsmenntun sem nýtist í starfi er æskileg
• Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi
• Brennandi áhugi á þróun þjónustunnar
• Leiðtogahæfni og geta til að hvetja aðra til árangurs
• Farsæl stjórnunar- og rekstrarreynsla
• Hæfni í mannlegum samskiptum og miðlun upplýsinga í ræðu og riti
• Frumkvæði, áreiðanleiki, drifkraftur, þrautseigja og árangursmiðað viðhorf.
• Reynsla af umbótaverkefnum, teymisvinnu og breytingastjórnun í heilbrigðisþjónustu er æskileg

Frekari upplýsingar um starfið
Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags.
Umsóknum skal skilað rafrænt á umsóknareyðublaði hér á vefnum undir „Laus störf".
Umsóknum skulu fylgja ítarlegar og staðfestar upplýsingar um nám, fyrri störf og reynslu af stjórnun og rekstri.
Stöðunefnd framkvæmdastjóra hjúkrunar, skv. 36. gr. laga um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007, metur hæfni umsækjenda.

Viðtöl verða höfð við umsækjendur og byggist ákvörðun um ráðningu á innsendum gögnum, umsögn stöðunefndar, viðtölum og umsögnum.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Við ráðningar í störf er tekið mið af jafnréttisstefnu HSS.
Umsóknarfrestur er til og með 12. júní 2017.

Nánari upplýsingar
Allar nánari upplýsingar um starfið veitir Halldór Jónsson, forstjóri, netfang: halldor@hss.is eða í síma 422 0500.