HSS fékk góða gjöf frá krabbameinsfélaginu

  • Published in Fréttir
medferdarstollHeilbrigðisstofnun Suðurnesja fékk á dögunum góða gjöf þar sem Krabbameinsfélag Suðurnesja færði stofnuninni meðferðarstól ásamt aukahlutum.
 
Stóllinn er staðsettur á dagdeild sjúkrahússins og verður notaður til lyfjagjafa fyrir Krabbameinssjúklinga.
 
Kann forsvarsfólk HSS krabbameinsfélaginu miklar þakkir fyrir höfðinglega gjöf sem mun koma að góðum notum í þjónustu við íbúa á Suðurnesjum.
 
Guðmundur Björnsson, formaður Krabbameinsfélags Suðurnesja, afhenti stólinn formlega á dögunum, en með honum á myndinni eru Halldór Jónsson, forstjóri HSS, Þórunn Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar, og Bryndís Sævarsdóttir, deildarstjóri D-deildar.