Laus staða meðferðaraðila við geðteymi HSS

  • Published in Fréttir
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing eða sálfræðing í þverfaglegt samfélagsgeðteymi.   Um er að ræða 60 % starf í dagvinnu og framtíðarstarf.
 
Helstu verkefni og ábyrgð
Geðteymi HSS tók til starfa 2011 og býður  upp á göngudeildarþjónustu, sem nær til einstaklinga 18 ára og eldri með alvarlegar geðraskanir.  Geðteymið starfar eftir batahugmyndafræði, þar sem meðferðarvinna er unnin í samvinnu við skjólstæðinga og samskipti einkennast af hvatningu og virðingu. 
Starfið felst í viðtölum og eftirfylgd við skjólstæðinga teymisins, námskeiðshaldi og þróun hópavinnu. Hjúkrunarfræðingur myndi einnig sinna heilsufarseftirliti og lyfjagjöfum.
 
 

Hæfniskröfur

  • Réttindi til að starfa sem hjúkrunarfræðingur eða sálfræðingur á Íslandi.
  • Hafa þekkingu á gagnreyndum aðferðum s.s. hugrænni atferlismeðferð.
  • Íslenskukunnátta.
  • Mikil áhersla er lögð á að viðkomandi hafi jákvætt viðhorf til skjólstæðingahópsins.
  • Mikil áhersla er lögð á að viðkomandi hafi áhuga á að takast á við fjölbreytt, krefjandi verkefni, þróunarvinnu og sinna þverfaglegri teymisvinnu.
  • Einnig er lögð mikil áhersla á að viðkomandi búi yfir góðri samskiptafærni og sveigjanleika.
  • Sjálfstæði og frumkvæði í starfi er nauðsynlegt .
  • Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af meðferðarvinnu á geðsviði .
  • Mikill kostur er að viðkomandi geti handleitt reynsluminni meðferðaraðila.
 
Frekari upplýsingar um starfið
Um er ræða framtíðarstarf og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.  Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags.  Sótt er um starfið rafrænt á www.hss.is undir Laus störf.  Umsóknir geta gilt í sex mánuði. Öllum umsóknum verður svarað.
 
Starfshlutfall er 60 %.
Umsóknarfrestur er til og með 2. maí 2017.
 
Nánari upplýsingar veita
Margrét Geirsdóttir, heimilislæknir í Geðteymi í síma 422-0500
Snorri Björnsson, yfirlæknir heilsugæslu í síma 422-0500 eða í gegnum netfangið snorri@hss.is