Laus staða hjúkrunarfræðings í sykursýkismóttöku

  • Published in Fréttir

MinnismerkiLaust er til umsóknar 30% afleysingastarf í rúmt ár í sykusýkismóttöku Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja frá og með 1. maí 2017.

Vinnutími er óreglulegur og helst í hendur við þá daga sem læknar móttökunnar eru með móttöku en ákveðið skipulag er alltaf nokkra mánuði fram í tímann.Í sykursýkismóttökunni er starfandi teymi sem í eru tveir heimilislæknar, einn innkirtlasérfræðingur, tveir hjúkrunarfræðingar, næringarfræðingur og sjúkraliði. Fjöldi skjólstæðinga var um áramótin tæplega 730 manns, flestir greindir með sykursýki tegund 2 en einnig eru einstaklingar greindir með tegund 1.

Helstu verkefni og ábyrgð

Starfið felur í sér:

  • Móttöku á einstaklingum með sykursýki áður en þeir mæta hjá lækninum, ákveðnar mælingar framkvæmdar, eftirlit með tilkomu fylgikvilla, hvatning til sjálfumönnunar, fræðsluþörf og andleg líðan metin.
  • Allir sem greinast með sykursýki mæta fyrst hjá hjúkrunarfærðingi og næringarfræðingi, tekin er heilsufarssaga, ákveðnar mælingar gerðar og fræðsla um sjúkdóminn og leiðir til að ná tökum á honum. Áhersla er á heilbrigðan lífsstíl og breyttar lífsstílsvenjur þegar við á.
  • Taka á móti skjólstæðingum utan læknisheimsókna, getur verið eftirlit með blóðsykurmælingum, ráðgjöf varðandi insulinskammta ofl.
  • Eftirfylgd og þjónusta gegnum síma eða tölvupóst.
  • Eftirfylgd með hópum af námskeiði um breyttan lífsstíl.

Hæfnikröfur

  • Hjúkrunarfræðingur með íslenskt hjúkrunarleyfi
  • Faglegur metnaður
  • Góð samskiptahæfni
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum


Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármálaráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert.
Í starfinu felast námstækifæri sem nýtast einnig á öðrum sviðum heilbrigðisgeirans.
Sótt er um starfið rafrænt hér á hss.is undir "Laus störf". Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði.

Starfshlutfall er 30%
Umsóknarfrestur er til og með 20.03.2017

Nánari upplýsingar veitir:

Hafdís Lilja Guðlaugsdóttir - hafdis@hss.is - 661-0696

HSS Hg Keflavík Hjúkrunarfræðingar
Skólavegur 6-8
230 Reykjanesbær