Sumarafleysingar fyrir hjúkrunarfræðinga og hjúkrunarnema

  • Published in Fréttir

Við hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) óskum eftir því að ráða hjúkrunarfræðinga og/eða hjúkrunarfræðinema í afleysingarstörf í sumar á eftirfarandi deildir:
D-deild (Legudeild), Heimahjúkrun, Hjúkrunarmóttöku, Slysa og bráðamóttöku, Ungbarnavernd og Víðihlíð. Um er að ræða dag- eða vaktavinnu.

Leitað er eftir áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingum sem geta unnið sjálfstætt. Á stofnuninni er góð samvinna milli deilda, boðleiðir eru stuttar, hér ríkir frábær starfsandi og fjölbreytileiki einkennir stofnunina.
Helstu verkefni og ábyrgð
Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf með skemmtilegu og metnaðarfullu starfsfólki. Við hvetjum áhugasama til að skoða heimasíðu okkar www.hss.is þar eru nánari upplýsingar um allar deildir og þjónustu sem HSS veitir.

Hæfniskröfur
Hjúkrunarfræðingur með íslenskt hjúkrunarleyfi eða hjúkrunarfræðinemi sem hefur lokið þriggja ára námi í hjúkrunarfræði.
Faglegur metnaður.
Góð samskiptahæfni.
Sjálfstæði í vinnubrögðum.
Hlýtt og jákvætt viðhorf.
Starfsreynsla er kostur.
Í hjúkrunarmóttöku er æskilegt að hafa reynslu af símaráðgjöf og sárameðferð.

Frekari upplýsingar um starfið
Um er að ræða sumarafleysingu með möguleika á framtíðarráðningu. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags. Sótt er um starfið rafrænt hér á vefnum undir Laus störf. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði.

Starfshlutfall 30 – 100%
Umsóknarfrestur er til og með 20. mars 2017

Nánari upplýsingar veitir
Þórunn Benediktsdóttir, framkvæmdarstjóri hjúkrunar. Netfang: thb@hss.is
Sími: 422-0625 og 860-0165.