Sumarafleysingar fyrir sjúkraliða og sjúkraliðanema

  • Published in Fréttir
Við hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) óskum eftir því að ráða sjúkraliða og/eða sjúkraliðanema í afleysingarstörf í sumar í heimahjúkrun og Víðihlíð. Um er að ræða vaktavinnu.
 
Leitað er eftir áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingum sem geta unnið sjálfstætt. Á stofnuninni er góð samvinna milli deilda, boðleiðir eru stuttar, hér ríkir frábær starfsandi og fjölbreytileiki einkennir stofnunina.
 
Helstu verkefni og ábyrgð
Sjúkraliðar sinna ummönnun skjólstæðinga og öðrum störfum  undir stjórn og í samvinnu við hjúkrunarfræðinga. Við hvetjum áhugasama til að skoða heimasíðu okkar www.hss.is þar eru nánari upplýsingar um allar deildir og þjónustu sem HSS veitir. 
 
Hæfniskröfur
  • Íslenskt sjúkraliðaleyfi.
  • Faglegur metnaður og vandvirkni.
  • Jákvætt og hlýtt viðmót.
  • Góð samskiptahæfni.
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum. 
  • Samvinnufýsi og vilji til að vinna þau verkefni sem þarf. 
  • Starfsreynsla er æskileg.
 
Frekari upplýsingar um starfið
Um er að ræða mjög áhugaverð, fjölbreytt og gefandi störf.  Þeir sem hafa sótt um áður eru vinsamlegast beðnir um að sækja aftur um til að endurnýja umsókn.  Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags.  Sótt er um starfið rafrænt hér á vefnum undir Laus störf. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði.
 
Starfshlutfall 30-100%
Umsóknarfrestur er til og með 20. mars 2017
 
Nánari upplýsingar veitir 
Þórunn Benediktsdóttir, framkvæmdarstjóri hjúkrunar. Netfang: thb@hss.is
Sími: 422-0625 og 860-0165.