Laus staða hjúkrunarfræðings í skólaheilsugæslu

  • Published in Fréttir

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing til starfa við skólaheilsugæslu.

Helstu verkefni og ábyrgð
Heilsuvernd skólabarna er framhald af ung- og smábarnavernd og eru tíu skólar í umsjón Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Helstu áherslur í heilsuvernd skólabarna eru fræðsla og heilsuefling, bólusetningar, skimanir, skoðanir, umönnun veikra og slasaðra barna, ásamt ráðgjöf til nemenda, fjölskyldna þeirra og starfsfólks skólans.

Hæfniskröfur
Hjúkrunarfræðingur með íslenskt hjúkrunarleyfi
Faglegur metnaður
Góð samskiptahæfni
Sjálfstæði í vinnubrögðum

Frekari upplýsingar um starfið
Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags. Sótt er um starfið rafrænt hér á vefnum undir Laus störf. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Starfshlutfall er 50%.
Umsóknarfrestur er til og með 20. mars 2017.

Nánari upplýsingar veitir
Íris Dröfn Björnsdóttir sími 861-3916/netfang: irisb@hss.is  og Guðbjörg Á Sigurðardóttir sími 860-0167/netfang: gudbjorg@hss.is 

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja er reyklaus vinnustaður
-Umhyggja – Fagmennska – Virðing –