Víðihlíð fékk góðar gjafir frá Lions og kvenfélagskonum

  • Published in Fréttir

KvenfelGriVidihlid2016
LionsVidihlid2016
Víðihlíð fékk góðar gjafir á aðventunni. Annars vegar færði Kvenfélag Grindavíkur deildinni tvo hljóðspilara ásamt fjölda hljóðbóka þann 6. desember síðastliðinn og mun það koma sér afar vel fyrir heimilið.

Lionsmenn í Grindavík komu svo færandi hendi þann 20. desember með tvö  55“ Samsung curved snjallsjónvörp og soundbar til afnota í dagstofum sjúkradeildarinnar.

HSS þakkar þessar góðu gjafir og þann hlýhug sem þeim fylgja.