Ungmennamóttaka

  • Published in Uncategorised

Ertu á aldrinum 16-25 ára?

Líður þér illa andlega?

Ertu með spurningar varðandi kynsjúkdóma og/eða getnaðarvarnir?

Hefurðu áhyggjur af eigin áfengis- og/eða fíkniefnaneyslu?

Ertu með lítið sjálfsálit?

Er lífið erfitt?

Ef þú ert með einhverjar spurningar eða vandamál sem þig langar að ræða um og reyna í sameiningu að fá úrlausn á þá endilega sendu okkur tölvupóst á ungmenni@hss.is

Hjúkrunarfræðingur mun svara þér innan 72ja klukkustunda og hjálpa þér að finna lausn á þeim vanda sem þú ert að glíma við.

Um er að ræða gjaldfrjálsa þjónustu og ekki þarf að gefa upp kennitölu eða aðrar persónurekjanlegar upplýsingar.

Engar spurningar eru asnalegar eða ekki þess virði að spyrja þær. Sendu okkur frekar póst en að sleppa því, það borgar sig.