Varúð
  • JUser: :_load: Unable to load user with ID: 982
Óflokkaðar greinar

Óflokkaðar greinar (315)

Gáfu Víðihlíð gjöf í minningu Páls Hreins Pálssonar

gjof grindavik mars 2015

Starfsfólk Vísis hf í Grindavík afhenti hjúkrunardeildinni Víðihlíð fyrir helgi peningagjöf til minningar um Pál Hrein Pálsson, eiganda Vísis, sem lést á Heilbirgðisstofnun Suðurnesja í síðasta mánuði.

Gjöfin nemur 179.000 krónum og var stofnuninni í sjálfvald sett hvernig fjámununum verði ráðstafað, en meðal aðkallandi fjárfestinga er að fá nýja eyrnasjá þar sem núverandi tæki hefur verið í notkun í á 23. ár.

Fulltrúar HSS veittu gjöfinni viðtöku á Víðihlíð fyrir helgi.

Gáfu D-deild tvær göngugrindur

Afhentu Göngugrindur á d-deild

D-deildinni á HSS barst góð gjöf í vikunni þegar börn Marínar Marelsdóttur og Guðjóns Ólafssonar komu færandi hendi á deildina með tvær göngugrindur. 

Þessi gjöf kemur sér mjög vel fyrir deildina,en gefendur höfðu orðið vör við að deildin ætti ekki alltaf nóg af göngugrindum og ákváðu að bæta úr því. 

Þetta er góð viðbót við hjálpartækjakost deildarinnar sem þarf að vera í stöðugri endurnýjun ef vel á að vera.

Myndin var tekin við þetta tilefni og sýnir þessa samhentu og jákvæðu fjölskyldu, hjónin Marínu og Guðjón ásamt börnum sínum þeim Írisi, Bjarna, Svölu, Særúnu og Eiríku ásamt hluta þess starfsfólks sem var á kvöldvaktinni þegar gjafirnar voru afhentar.

Inflúensan og RS-veiran ríða yfir

Lasin stúlka heldur um enni sér.Að því er fram kemur á vef Embættis landlæknis hafa nokkrir einstaklingar hér á landi greinst með inflúensu (bæði inflúensa A og B) og RSV síðustu daga.

Þessar veirusýkingar ganga alltaf hér á landi á þessum árstíma og má búast við að fleiri einstaklingar greinist með þessar sýkingar á næstu vikum.

Inflúensa getur verið skæður sjúkdómur, einkum hjá fólki með undirliggjandi sjúkdóma og hefur sóttvarnalæknir áður hvatt þá sem eru í þeim áhættuhópi til að láta bólusetja sig.

RSV sýkir einkum börn á fyrstu aldursárum og getur valdið alvarlegum einkennum hjá yngstu börnunum. Engin bóluefni eru til gegn RSV.

Í tilefni af þessu vilja læknar HSS koma á framfæri nokkrum ábendingum.

Inflúensa lýsir sér oftast með háum hita og beinverkjum, oft með höfuðverk og þurrum hósta. Sumir fá einnig sára hálsbólgu og stundum eru til staðar einkenni frá meltingarfærum. Verstu einkennin ganga yfir á 2 til 3 sólarhringum og undantekningalítið jafnar fólk sig án nokkurra vandkvæða. Ekki er til lækning við inflúensu en almenn verkjalyf svo sem parasetamól og bólgueyðandi lyf svo sem íbúfen geta mildað einkenni mikið. Til eru veirulyf sem draga úr einkennum svo sem tamiflu og relenza, sérstaklega ef þau eru gefin strax en flestir jafna sig fljótt og vel án nokkurra inngripa og eru að fullu frískir á ca. viku.

Inflúensa er gríðarlega smitandi og því er áríðandi að fólk takmarki eins og unnt er samskipti við annað fólk meðan á veikindum stendur og gæti sérstaklega að handþvotti og öðru hreinlæti. Almennt er ráðlegt að halda sig heima við í að minnsta kosti viku í kringum einkenni, bæði til að ná að jafna sig og til að draga úr útbreiðslu flensunnar.

Aldrei er of seint fyrir fríska einstaklinga að bólusetja sig við inflúensu, bólusetningin minnkar líkur á smiti um ca. 60% og þeir sem eru bólusettir en veikjast fá yfirleitt mun vægari einkenni. Ekki er hægt að fá flensu gegnum bólusetningu.

Til að draga úr álagi á vaktþjónustu HSS og draga úr útbreiðslu smits biðjum við fólk að íhuga fyrrgreind atriði áður en leitað er til heilsugæslunnar. Símaþjónusta HSS (422-0500) er ávallt boðin og búin að veita ráðleggingar og aðstoða fólk án þess að það komi á staðinn.

Afgreiðslutími HSS um jólin

20141223 175216

Starfsfólk og stjórnendur Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja óska íbúum Suðurnesja og öðrum skjólstæðingum stofnunarinnar gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Við þökkum fyrir samskiptin á árinu en minnum um leið á afgreiðslutíma HSS yfir hátíðirnar.

Aðfangadag, annan í jólum, gamlársdag og nýársdag verður móttakan á heilsugæslunni opin á milli klukkan 10 og 19.

Læknavaktin er frá klukkan 10 til 13 og 17 til 19, en bráðamóttaka lækna er opin allan sólarhringinn á HSS. Ef um lífsógnandi tilfelli er að ræða á að hringja í 112 og fá sjúkrabíl eða biðja um að fá samband við lækni.

Færði D-deildinni tvo jólasveina að gjöf

Jolasveinar2014

Sjúkradeildinni á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, D-deildinni, barst góð gjöf á dögunum þar sem Guðný Jónsdóttir úr Grindavík færði deildinni tvo jólasveina með ljósi að gjöf frá henni og Halldóri Kristjánssyni eiginmanni hennar. Guðný smíðar þessa jólasveina sjálf ásamt syni sínum Vilmundi.

Kann starfsfólk henni bestu þakkir fyrir gjöfina.

60 ár frá vígslu Sjúkrahússins í Keflavík

HSSgamalt14

Hinn 18. nóvember 2014, voru liðin rétt 60 ár frá því að Sjúkrahúsið í Keflavík var vígt formlega. Bygging sjúkrahúss á Suðurnesjum hafði verið í umræðunni um árabil áður en starfsemi hófst, en húsinu var ákveðinn staður árið 1943.

Guðjón Samúelsson, húsasmíðameistari ríkisins, teiknaði húsið og hófust framkvæmdir sumarið 1944. Sveinn Björnsson forseti lagði svo hornstein að byggingu sjúkrahússins í september það sama ár.

Fjölmenni á samverustund í Keflavíkurkirkju

samvera14 1

Fjölmenni var á samverustund sem haldin var í Keflavíkurkirkju á allraheilagramessu síðastliðinn sunnudag. Þangað hafði starfsfólk D-deildar, Víðihlíðar og heimahjúkrunar á HSS boðið aðstandendum þeirra skjólstæðinga stofnunarinnar sem látist hafa á árinu. Þessi samverustund er liður í stuðningi við aðstandendur eftir andlát ástvina. Lásu meðal annars tveir starfsmenn upp nöfn fólksins sem hafði fallið frá auk þess sem Sigurður Árnason, yfirlæknir sjúkrahússviðs HSS, ávarpaði viðstadda, en séra Skúli Ólafsson var prestur.

Umfjöllun um viðbragðsáætlanir HSS í Víkurfréttum

hss halldor thorunn fjolnir VF

Forvígisfólk HSS var í viðtali við Víkurfréttir á dögunum þar sem rætt var um viðbragðsáætlanir vegna hugsanlegra Ebola-tilfella.

Þar segir Þórunn Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar, meðal annars:

„Það liggur fyrir að sjúklingur sem fyrirfram er vitað að er smitaður kemur ekki á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Vakni grunur um smit um borð í flugvél á leið til landsins þá fer læknir frá HSS ásamt sjúkraflutningamönnum að flugvélinni. Læknirinn metur ástandið og ef grunurinn er staðfestur verður farið með sjúklinginn inn á Landspítala í samráði við smitsjúkdómalækna á vakt þar."

Fjölnir Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri lækninga og sóttvarnarlæknir umdæmisins, bætir því við að mikið hafi verið lagt upp úr undirbúningi fyrir hugsanleg tifelli og ógnin sé tekin alvarlega.

Lesið greinina hér.

Mynd/Víkurfréttir - Halldór Jónsson, forstjóri, Þórunn Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar og Fjölnir Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri lækninga.

HSS tekur þátt í Heilsu- og forvarnarviku

fruit selection 155265101 webHeilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) mun taka þátt í Heilsu- og forvarnaviku í Reykjanesbæ sem haldin verður dagana 29. sept. til 5. okt. 

Meðal annars verður starfsfólki boðið upp á frían salatbar og ávexti, en HSS mun einnig vera með þjónustu fyrir íbúa svæðisins. Á föstudaginn milli kl. 16 og 18 verður starfsfólk frá HSS í verslunarmiðstöðinni Krossmóum þar sem þau munu bjóða upp á heilsufarsmælingar og fræðslu.

Heilsu- og forvarnarvika í Reykjanesbæ verður nú haldin í sjöunda sinn, en markmiðið með verkefninu er að draga úr þeim áhættuþáttum sem einstaklingar geta staðið frammi fyrir á lífsleiðinni og er stefnt að því að vikan verði fjölbreytt og muni höfða til sem flestra.

Allar stofnanir bæjarins munu taka þátt í verkefninu og vonar Íþrótta- og tómstundasviðs Reykjanesbæjar að sem flest fyrirtæki, stofnanir, samtök og félög muni taka þátt.

Fjölnir Freyr ráðinn framkvæmdastjóri lækninga við HSS

Fjölnir Freyr Guðmundsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri lækninga við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja frá og með 1. október nk. Hann var settur í stöðu framkvæmdastjóra lækninga hinn 1. maí á síðasta ári og var eini umsækjandinn um stöðuna sem var auglýst í síðasta mánuði.

Fjölnir Freyr er fæddur á Akureyri árið 1966. Hann lauk námi í læknisfræði við HÍ árið 1993 og starfaði á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri árin 1993 til 1995 áður en hann hélt út til Noregs.

Fjölnir lauk sérnámi í almennum skurðlækningum og meltingafæraskurðlækningum í Bergen í Noregi og lauk doktorsprófi þar árið 2004.

Hann starfaði við Heilbrigðisstofnunina á Ísafirði frá árinu 2004 til ársins 2010 þar af sem yfirlæknir á heilsugæslu frá árinu 2005. Fjölnir Freyr hóf störf á HSS 1. september 2010.

Subscribe to this RSS feed