Varúð
  • JUser: :_load: Unable to load user with ID: 982

Áhrif verkfalla á starfsemi HSS

hss loftmynd

Fyrirhuguð verkföll aðildarfélaga BHM munu hafa eftirfarandi áhrif á starfsemi HSS ef til þeirra kemur:

Ljósmæður hafa boðað verkfall fimmtudaginn 9. apríl. Það mun standa frá kl. 12 til 16 og verður einungis bakvakt á Ljósmæðravakt á meðan aðgerðum stendur.

Sálfræðingar hafa boðað verkfall fimmtudaginn 9. apríl. Það mun standa frá kl. 12 til 16.

Sjúkraþjálfarar hafa boðað verkfall fimmtudaginn 9. apríl. Það mun standa frá kl. 12 til 16.

Lífeindafræðingar eru í verkfalli ótímabundið frá kl. 8 til 12 alla daga frá og með deginum í dag en verða frá vinnu allan daginn fimmtudaginn 9. apríl. Á meðan verður aðeins sinnt bráðatilvikum.

Verkfall geislafræðinga hófst á miðnætti og mun standa þar til annað verður ákveðið. Á meðan verður aðeins sinnt bráðatilvikum.

Félagar í Fræðagarði á tölvudeild og upplýsingadeild hafa boðað verkfall fimmtudaginn 9. apríl frá kl. 12 til 16.

Síðast uppfært mánudagur, 25 Maí 2015 12:28