Varúð
  • JUser: :_load: Unable to load user with ID: 982

Ljósmæður sjá um leghálskrabbameinsleit á Suðurnesjum

Jonina og Gudrun ljosmaedur

Nú býðst konum á Suðurnesjum að panta tíma í leghálskrabbameinsleit hjá ljósmóður á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.

Að undanförnu hefur Krabbameinsfélag Íslands staðið fyrir átaki til þess að hvetja konur til að mæta í leghálskrabbameinsleit. Þátttakan á Íslandi hefur farið minnkandi undanfarin ár og er nú víða undir 50%. Sérstaklega hefur þátttakan dregist saman á landsbyggðinni. Á árum áður mættu konur yfirleitt mun betur úti á landi, en nú hefur það snúist við.

Sú breyting hefur orðið á að nú framkvæma ljósmæður leghálssýnatökuna, og er það nú þegar byrjað á Leitarstöð Krabbameisfélagsins og á heilsugæslustöðvum víðast hvar um landið. Þessi háttur er hafður á í mörgum nágrannalöndum okkar og þar er þátttakan mun meiri. Nú hafa ljósmæður á Ljósmæðravaktinni á HSS tekið að sér leghálskrabbameinsleitina og eru þær búnar að fara í þjálfun hjá Krabbameinsleitarstöðinni við að taka leghálssýni.

Leghálskrabbameinsleit skilar góðum árangri svo framarlega sem konur mæta. Dánartíðni af völdum leghálskrabbameins hefur lækkað um 90% síðan skipulögð leit hófst. Allar konur á aldrinum 23-65 ára ættu að þiggja boð um leghálskrabbameinsleit á þriggja ára fresti vegna þess að það er ein mikilvægasta heilsuvernd sem konum stendur til boða.

Konur geta pantað tíma í síma 422-0500.

Síðast uppfært mánudagur, 25 Maí 2015 12:28