Varúð
  • JUser: :_load: Unable to load user with ID: 982

Góðar gjafir frá Lionessum

Gjöf lionessur 2015Fulltrúar Lionessuklúbbs Keflavíkur komu færandi hendi á D-deildina í dag með góðar gjafir.

Þar eru hárblásari, krullujárn, greiður, hárrúllur, hárnet, hárþvottabakki, hárgreiðsluslá og spegill, allt saman af flottustu gerð, að verðmæti 140.000 kr.

Á meðfylgjandi mynd, sem var tekin við þetta tækifæri, eru Drífa Maríusdóttir formaður líknar- og verkefnanefndar og Sigríður Gunnarsdóttir gjaldkeri frá Lionessuklúbbi Keflavíkur ásamt starfsfólki af deildinni.

Síðast uppfært mánudagur, 25 Maí 2015 12:28