Heilsugæsla

Heilsugæsla (5)

Hlutverk og stefna heilsugæslusviðs HSS

Grundvallarhlutverk heilsugæslusviðs HSS er skilgreint í samræmi við lög um heilbrigðisþjónustu og nýsamþykktri heilbrigðisstefnu fram til ársins 2030. Í fimm ára aðgerðaráætlun heilbrigðistefnu eru tekin fram atriði sem stjórn HSS hefur unnið eftir:

  1. Heilsugæslan verði fyrsti viðkomustaður notenda þegar þeir þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda.

  2. Heilsugæslan hafi yfir að ráða starfsfólki sem hefur víðtæka þekkingu.

  3. Starf heilsugæslunnar einkennist af þverfaglegri teymisvinnu þar sem unnið verði að stöðugum umbótum í nánu samstarfi við félagsþjónustuna með hagsmuni notenda í forgrunni.

  4. Heilsugæslan taki virkan þátt í heilsueflingu og bjóði upp á ráðgjöf um heilbrigðan lífsstíl fyrir einstaklinga og hópa.

  5. Aðgengi að heilsugæslu og þjónustu sérfræðinga á landsbyggðinni verði bætt með fjarheilbrigðisþjónustu og vel skipulögðum sjúkraflutningum.

  6. Allir landsmenn hafi aðgang að skýrum upplýsingum um hvernig og hvert skuli leitað eftir heilbrigðisþjónustu.

Læknavakt HSS

Læknavakt heilsugæslulækna á HSS er á eftirfarandi tímum:

 

Virkir dagar:

Kl. 16:00 - 20:00

Helgar og helgidagar:

kl. 10:00 - 13:00 og 17:00 - 19:00

Tímabókanir á vaktina eru í síma 422-0500

 

Vinsamlegast athugið:

Eftirfarandi lyf eru ekki afgreidd á læknavaktinni:

- Contalgin
- Oxycodone (OxyContin, OxyNorm, Targin)
- Ketogan
- Mogadon
- Strattera
- Methylphenidate (Concerta, Ritalin)
- Rivotril
- Stesolid
- Risolid

Eftirfarandi vottorð eru hvorki afgreidd á læknavakt né í hraðmóttökutímum á dagvinnutíma:

- Örorkubótavottorð
- Örorkulífeyrisvottorð
- Endurhæfingalífeyrisvottorð
- Vottorð vegna umsóknar í VIRK

Sykursýkismóttaka

Læknir og hjúkrunarfræðingur hitta skjólstæðinginn á 3 - 6 - 12 mánaða fresti og næringarráðgjafa eftir þörfum. Hægt er að láta skrá sig á símatíma hjá hjúkrunarfræðingi sykursýkismóttökunnar ef spurningar vakna eða vandmál koma upp.

Tímapantanir eru alla virka daga í síma 422-0500 frá kl 08:00 - 16:00.

Markmið sykursýkismóttökunnar er að stuðla að auknum lífsgæðum sykursjúkra og koma í veg fyrir alvarlega fylgikvilla. Það er gert með reglulegu eftirliti, fræðslu og meðferð.
Meðferð á sykursýki er að stærstum hluta í höndum hins sykursjúka sjálfs, þ.e. með heilbrigðum lífsstíl s.s. mataræði og hreyfingu, mælingum á blóðsykurgildum og réttri lyfjanotkun. Reglulegt eftirlit er mikilvægt þar sem sjúkdómurinn breytist oft með tímanum og áherslur í meðferð þar með.

Almenn fræðsla um sykursýki.

Sykursýki 1

Sykursýki 2

Subscribe to this RSS feed