Hlutverk og stefna heilsugæslusviðs HSS

Grundvallarhlutverk heilsugæslusviðs HSS er skilgreint í samræmi við lög um heilbrigðisþjónustu og nýsamþykktri heilbrigðisstefnu fram til ársins 2030. Í fimm ára aðgerðaráætlun heilbrigðistefnu eru tekin fram atriði sem stjórn HSS hefur unnið eftir:

  1. Heilsugæslan verði fyrsti viðkomustaður notenda þegar þeir þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda.

  2. Heilsugæslan hafi yfir að ráða starfsfólki sem hefur víðtæka þekkingu.

  3. Starf heilsugæslunnar einkennist af þverfaglegri teymisvinnu þar sem unnið verði að stöðugum umbótum í nánu samstarfi við félagsþjónustuna með hagsmuni notenda í forgrunni.

  4. Heilsugæslan taki virkan þátt í heilsueflingu og bjóði upp á ráðgjöf um heilbrigðan lífsstíl fyrir einstaklinga og hópa.

  5. Aðgengi að heilsugæslu og þjónustu sérfræðinga á landsbyggðinni verði bætt með fjarheilbrigðisþjónustu og vel skipulögðum sjúkraflutningum.

  6. Allir landsmenn hafi aðgang að skýrum upplýsingum um hvernig og hvert skuli leitað eftir heilbrigðisþjónustu.
Fleira í þessu flokki: « Sykursýki 2