Logo
Prenta

2011

Eftirfarandi einstaklingar og félög gáfu D deild:

 • Ættingjar Árna Baldvins Hermannssonar gáfu málverkið „Til allra átta“ fyrir frábæra umönnun og þjónustu sem Árna var veitt. Deildinni er frjálst að ráðstafa gjöfinni að vild, hvort sem hún vill nota hana til fjáröflunar fyrir deildina eða halda verkinu fyrir sig og þeim sem dvelja á deildinni til yndis og ánægju.  Myndin er máluð af Hermanni Árnasyni listmálara, syni Árna Baldvins  og hangir hún uppi á D-hluta sjúkradeildar.
 • Ólöf Hallsdóttir afhenti peningagjöf til minningar um eiginmann sinn Jens Sævar Guðbergsson.
 • Ásta Árnadóttir listmálari gaf deildinni vatnslitamynd málaða af henni sjálfri.  Myndin heitir „Hafnargatan í meðferð“ og hangir uppi við inngang Ljósmæðravaktar á A-hluta.
 • Ættingjar Þorbjargar Elínar Friðriksdóttur gáfu sjónvarpstæki það er Þorbjörg kom með að heiman frá sér er hún lagðist inn á deildina.
 • Leifur Gunnarsson gaf peningagjöf til minningar um Jóhönnu eiginkonu sína og Lionessuklúbburinn Æsa gaf einnig peningagjöf til minningar um Jóhönnu.
 • Börn Þorbjargar Elínar Friðriksdóttur þau Erla Björg og Halli Valli Rúnarsbörn héldu áfram með söfnun þá er hún hóf fyrir flatskjám á stofur sjúklinga og afhentu deildinni peningagjöf.
 • Lionsklúbburinn í Garði færði deildinni sjónvarpsflatskjá að gjöf til minningar um Anton Hjörleifsson félaga þeirra í Lionsklúbbnum.

 

Eftirfarandi einstaklingar, félög og fyrirtæki gáfu Víðihlíð í Grindavík:

 • Landsbankinn í Grindavík gaf tvo sófa
 • Vísir gaf flatskjá
 • Þorbjörn gaf hljómflutningstæki og flakkara
 • Fjölskylda Sigurðar Halldórssonar gaf styttur
 • Sjómannafélag Grindavíkur gaf garðhúsgögn
 • Veiðafæraþjónustan gaf blóðþrýstingsmæli á standi
 • Ásta Pálsdóttir gaf tvö málverk
 • Eftirfarandi fyrirtæki gáfu peningagjafir:
  • Gjögur
  • Optimal
  • Jón og Margeir
  • Örninn
  • Kvenfélag Grindavíkur
  • Framtíðarlind
  • Martak
  • Nettó
  • Northern Light Inn
  • Ó S Fiskverkun
  • Sílfell
  • Rossini
  • Sjóvá
  • Verslunin Palóma
 • Það sem var keypt fyrir peningagjafirnar var:
  • Sjónvarpsskenkur, sófaborð og tveir stólar frá Ego Dekor
  • Silkiblóm, skál, blómavasar og púðar frá Danco
  • Saltsteinslampar frá Ditto.is
  • Dúkar frá Rúmfatalagernum
  • Silkiblóm frá Habitat
  • Plastdúkur (yfirdúkur) frá Álnabæ
  • Fyrirtækin sem verslað var hjá veittu góða afslætti.

Eftirfarandi einstaklingar og félög Ljósmæðravakt:

 • Sandgerðingarnir Eiríkur Bragason og Lilja Hafsteinsdóttir gáfu heklaða ungbarnasmekki og stand undir þá til að gefa nýbökuðum foreldrum
 • Félagsstarf aldraðra í Sandgerði gaf heklaðar barnahosur
 • Hrönn Harðardóttir, yfirhjúkrunarfræðingur geð- og sálfélagslegrar þjónustu HSS, gaf stóran tréstork frá Danmörku og Ásdís Hjálmrós Jóhannesdóttir, 8 ára nemi úr Háaleitisskóla, gaf Baby Born dúkkuna sína.  Storkurinn og dúkkan eru staðsett í anddyri Ljósmæðravaktar.
Síðast uppfært mánudagur, 25 Maí 2015 12:28
Vefsíðugerð og uppsetning VefarinnMikli.