Hlutverk

Framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja hefur starfað skv. núverandi fyrirkomulagi frá 1. janúar 2004. 

Framkvæmdastjórn HSS fundar vikulega á miðvikudagsmorgnum kl. 9.30.  Erindum sem þarfnast umfjöllunar skal koma til forstjóra eða viðkomandi fulltrúa framkvæmdastjórnar.

Hlutverk
Framkvæmdastjórn HSS starfar skv. lögum um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007 með síðari breytingum.  Þar segir í 12. gr. "Á heilbrigðisstofnun skal starfa þriggja manna framkvæmdastjórn undir yfirstjórn forstjóra. Framkvæmdastjóri lækninga og framkvæmdastjóri hjúkrunar og eftir atvikum aðrir faglegir yfirmenn stofnunar skulu skipa framkvæmdastjórn ásamt forstjóra. Fulltrúar í framkvæmdastjórn geta verið fleiri en þrír sé gert ráð fyrir því í skipuriti stofnunar. Áður en forstjóri tekur mikilvægar ákvarðanir er varða þjónustu og rekstur stofnunar skal hann taka mál upp á vettvangi framkvæmdastjórnar og leita ráðgjafar og álits stjórnarmanna". Í 9. grein segir ennfremur "Forstjóri ber ábyrgð á að stofnun sem hann stýrir starfi í samræmi við lög, stjórnvaldsfyrirmæli og erindisbréf skv. 3. mgr. Forstjóri ber ábyrgð á þeirri þjónustu sem stofnunin veitir og að rekstrarútgjöld og rekstrarafkoma stofnunar sé í samræmi við fjárlög og að fjármunir séu nýttir á árangursríkan hátt". Í 10. grein segir ennfremur: "Á heilbrigðisstofnun skal starfa framkvæmdastjóri lækninga, framkvæmdastjóri hjúkrunar og eftir atvikum aðrir faglegir yfirstjórnendur sem bera faglega ábyrgð á þjónustu stofnunarinnar gagnvart forstjóra". Skv. skipuriti HSS er gert ráð fyrir að framkvæmdastjóri fjármála og rekstrar sé í framkvæmdastjórn.

Síðast uppfært mánudagur, 25 Maí 2015 12:28
Fleira í þessu flokki: « Upplýsingar um ómun 2011 »