Gjaldskrá HSS

Sjá útlistun á greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands hér

Komur og vitjanir fyrir sjúkratryggða

Koma á heilsugæslustöð til lækna, hjúkrunarfræðinga og sjúkraþjálfara á dagvinnutíma, kl. 8:00 - 16:00,

 • almennt gjald 1.200 kr.
 • aldraðir og öryrkjar  600 kr.

Koma á heilsugæslustöð til lækna, hjúkrunarfræðinga og sjúkraþjálfara utan dagvinnutíma,

 • almennt gjald 3.100 kr.
 • aldraðir og öryrkjar  1.500 kr.

Vitjun læknis á dagvinnutíma, kl. 8:00 - 16:00,

 • almennt gjald 3.400 kr.
 • aldraðir og öryrkjar 1.700 kr.

Vitjun læknis utan dagvinnutíma, 

 • almennt gjald 4.500 kr. 
 • aldraðir og öryrkjar 2.200 kr.

Börn undir 18 ára aldri, börn með umönnunarkort og þeir sem koma vegna mæðraverndar greiða ekki.

Rannsóknir og greiningar

Rannsókn með beiðni til rannsóknarstofu,

 • almennt gjald 2.500 kr.  
 • aldraðir og öryrkjar 1.650 kr. 

Krabbameinsleit,

 • almennt gjald 4.400 kr. 
 • aldraðir og öryrkjar 2.200 kr.

Bólusetningar

Gjaldskrá bólusetninga - desember 2017

Blóðmauraheilabólga
     Fyrir börn, 3.500 kr. (FSME-Immun Junior)
     Fyrir fullorðna, 3.800 kr. (FSME-Immun Vuxen)

Heilahimnubólga (meningókokkar) 

     Fjölvirkt fjölsykrubóluefni samtengt, 6.800 kr.
     Próteintengt fjölsykrubóluefni gegn stofni C (18 ára og eldri), 4.400 kr. (MCC)

Haemophilus influenzae B, 3.500 kr.

Hlaupabóla, 4.900 kr. 

Hundaæði, 11.600 kr. 

Inflúensa, 900 kr. 

Japönsk heilabólga (JEV), 17.700 kr. 

Kíghóstabóluefni með barnaveiki- og stífkrampatoxóíðum (18 ára og eldri, Boostrix), 1.700 kr.

Kólera (bóluefni til inntöku, 2 x 1 skmt.), 10.700 kr. (1 skmt. 5.350 kr.) 

Lifrarbólga A (Havrix)
     Fyrir börn (720 ein. - 0,5 ml), 2.900 kr. 
     Fyrir fullorðna (1440 ein. - 1 ml), 4.100 kr.

Lifrarbólga A (Vaqta)
     Fyrir börn (25 ein. - 0,5 ml), 3.900 kr.
     Fyrir fullorðna (50 ein. - 1 ml), 4.600 kr.

Lifrarbólga B (Engerix-B)
     Fyrir börn (0,5 ml), 2.000 kr.
     Fyrir fullorðna (1 ml), 3.000 kr.

Lifrarbólga A og B
     Fyrir börn (Twinrix Paediatric), 3.500 kr.
     Fyrir fullorðna (Twinrix Adult), 5.200 kr.

Lungnabólga – fjölsykrubóluefni (Pneumovax), 4.100 kr.

Lungnabólga – próteintengt bóluefni (Prevenar 13), 8.000 kr. 

Mislingar ásamt hettusótt og rauðum hundum, 2.300 kr. 

Mýgulusótt, 4.100 kr.

Mænusótt fyrir fullorðna, 2.300 kr.

Papillómaveirubóluefni (HPV)
     Papillómaveirur manna, gerð 6, 11, 16, 18, 15.600 kr.
     Papillómaveirur manna, gerð 16, 18, 10.200 kr.

Taugaveiki (Typhim-Vi), 2.600 kr.

Barnabólusetningar / Endurbólusetningar

Auk komugjalda skulu ósjúkratryggðir greiða fyrir barnabólusetningar á heilsugæslustöð (hvern skammt). Einnig greiða sjúkratryggðir fyrir endurbólusetningu frá grunni þegar barnabólusetningar eru ónýtar.

Barnaveiki, haemophilus influenzae B, kíghósti, mænusótt, stífkrampi (fimmgilt bóluefni) (Infanrix-Polio + Hib, Pentavac), 4.400 kr. 

Lungnabólgubaktería (pneumokokkar), 6 vikna - 5 ára börn (Synflorix), 5.800 kr. 

Meningokokkar C (NeisVac-C), 4.400 kr. 

Mislingar ásamt hettusótt og rauðum hundum (Priorix, MMRVaxPro), 2.300 kr. 

Kíghóstabóluefni með barnaveiki- og stífkrampatoxóíðum (Boostrix), 1.700 kr. 

Barnaveiki, kíghósti, mænusótt, stífkrampi (fjórgilt bóluefni), endurbólusetning með Boostrix Polio, 2.400 kr.

Önnur þjónusta

Auk komugjalda skulu sjúkratryggðir 18 ára og eldri, aldraðir og öryrkjar greiða fyrir aðra þjónustu sem hér segir:

 • Þungunarpróf, 150 kr.
 • Streptokokkarannsóknir, 300 kr.
 • Lyfjaleit í þvagi, 800 kr. 
 • CRP (C-reaktíft prótein), 1.100 kr.
 • HbA1c (glýkósýlerað hemóglóbín), 2.100 kr.

Greiðslur sjúkratryggðra fyrir heilbrigðisþjónustu og afsláttarstofn

Ef heildarkostnaður vegna heilbrigðisþjónustu í almanaksmánuði fer yfir ákveðna  fjár­hæð greiða Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) eða viðkomandi heilbrigðisstofnun, það sem umfram er.

 • Hámarksgreiðsla sjúkratryggðs almennt er 24.600 kr.
 • Hámarksgreiðsla aldraðra, öryrkja, barna og barna með umönnunarmat  er 16.400 kr.
 • Hámarksgreiðsla barna í sömu fjölskyldu (með sama fjölskyldunúmer) er 16.400 kr.

Greiðslur fyrir heilbrigðisþjónustu mynda afsláttarstofn. Afsláttarstofn verður aldrei hærri en hámarksgreiðsla í almanaksmánuði.  Afsláttarstofn flyst á milli mánaða að frádregnum 1/6 hluta af hámarksgreiðslu um hver mán­aða­mót, óháð greiðslum sjúkratryggðs. Við ákvörðun greiðsluþátttöku skal leggja saman afsláttarstofn og greiðslur. Séu samanlagðar greiðslur lægri en hámarksgreiðsla greiðir sjúkratryggður kostnaðinn allt að hámarksgreiðslu.

Veitendur heilbrigðisþjónustu skila upplýsingum um staðgreidd þjónustugjöld til SÍ jafnóðum. Ef þjónustugjöld eru ekki staðgreidd teljast þau ekki með í afsláttarstofni fyrr en kvittun hefur borist SÍ.

Síðast uppfært þriðjudagur, 09 janúar 2018 11:05