Heilsugæsla

Heilsugæsla (14)

Heilsuvernd skólabarna HSS

Heilsuvernd skólabarna HSS er framhald af ung- og smábarnavernd og eru níu grunnskólar í umsjá hennar.

Lögð er áhersla á fræðslu og heilsueflingu barnanna ásamt reglubundnu eftirliti með líkamlegri og andlegri heilsu þeirra. Fræðslan og heilsueflingin byggir á hugmyndafræði 6-H heilsunnar.

Hjúkrunarfræðingar sinna nemendum með langvinna sjúkdóma og fötlun og sinna slysum og veikindum sem upp koma á skólatíma.

Heilsufarsskoðanir eru framkvæmdar í fjórum árgöngum: 1., 4., 7. og 9. bekk þar sem mæld er hæð, þyngd og sjón.

Ónæmisaðgerðir eru framkvæmdar samkvæmt leiðbeiningum landlæknis.

Hjúkrunarfræðingar eiga sæti í nemendaverndarráðum allra grunnskóla Suðurnesja og eru tengiliðir skóla, heimila og HSS. Þeir starfa í þverfaglegum teymum innan skóla um málefni barna með sérþarfir og þurfa sérstök úrræði.

Vinsamlegast smellið hér ef þið viljið senda hjúkrunarfræðingum skólaheilsugæslu tölvupóst.

Læknamóttaka

Almenn læknismóttaka er alla virka daga frá 8:30 - 16:00. Tímapantanir eru frá 8:00 - 16:00 alla virka daga í síma 422-0500.

Nánari upplýsingar um móttöku lækna á HSS má finna hér fyrir neðan:

Heimahjúkrun

Um þjónustu heimahjúkrunar gilda lög um heilbrigðisþjónustu nr.40/2007 og reglugerð um heilsugæslustöðvar nr.787/2007. Heimahjúkrun er heilbrigðisþjónusta sem er veitt í heimahúsum og er fyrir alla aldurshópa. Verkefni heimahjúkrunar byggjast á þörf einstaklinga fyrir heilbrigðisþjónustu og flokkast að undangengnu mati í:

  • Stuðning, lyfjaeftirlit og / eða böðun:

Einstaklingar sem þurfa stuðning, eru t.d. óöruggir og / eða kvíðnir, en eru að mestu sjálfbjarga.

  • Sérhæfða hjúkrun:

Einstaklingur sem þarfnast sérhæfðrar hjúkrunar, s.s. sárameðferð, sýklalyfjagjöf og hjartabilunareftirlit.

  • Víðtæka hjúkrun og / eða líknandi meðferð vegna langvinns sjúkdóms:

Einstaklingur sem þarfnast víðtækrar hjúkrunar daglega eða oft á dag vegna langvinnra sjúkdóma s.s. heilabilunar, geðfötlunar og líkamlegrar skerðingar.

Heimahjúkrun veitir ekki fasta viðveru eða yfirsetu á heimilum einstaklinga.

Markmið

Markmið heimahjúkrunar er að styðja einstaklinga að ná líkamlegri og andlegri færni og gera þeim þannig kleift að búa heima við sem eðlilegastar aðstæður þrátt fyrir veikindi og/eða skerta færni.

Þjónustutími 

Heimahjúkrun alla daga vikunnar kl. 08:00 – 23:30

Miðað er við að hefja þjónustu sem fyrst og ekki seinna en innan tveggja sólarhringa frá því að beiðni/umsókn liggur fyrir. Hjúkrunarfræðingar eru á bakvakt á nóttunni eftir þörfum ef um líknandi þjónustu er að ræða í heimahúsi.

Umsóknir og mat á þjónustuþörf

Beiðni/umsókn um heimahjúkrun þarf að berast skriflega frá starfsfólki í heilbrigðis- eða félagsþjónustu. Landspítali og aðrar heilbrigðisstofnanir nota beiðni/umsókn um heimahjúkrun í sögu og senda rafrænt. Mikilvægt er að tilgreina tilefni umsóknarinnar, sjúkdómsgreiningar og heilsufarsvanda umsækjanda. Óskað er eftir að hjúkrunar- og/eða læknabréf fylgi umsókn. Ef unnt er að verða við beiðninni kemur hjúkrunarfræðingur í vitjun, metur hjúkrunarþörf og skipuleggur þjónustuna í samvinnu við einstaklinginn, fjölskyldu hans og aðrar heilbrigðisstéttir.

Útskrift

Heimahjúkrun er veitt meðan þörf er á þjónustu. Þegar viðkomandi hefur náð líkamlegri og andlegri hæfni til að bjarga sér sjálfur, hefst undirbúningur fyrir útskrift. Útskriftin er í samráði við skjólstæðing, aðstandendur, heimilislækni og stuðningsaðila.

Þó einstaklingur sé útskrifaður, getur hann eða aðstandendur hans alltaf haft samband við heimahjúkrun ef þörf krefur.

Vinnuaðstæður

Starfsemi heimahjúkrunar sem fram fer á einkaheimilum fellur undir lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum (2. gr. laga nr. 46/1980).

Stundum þarf að gera ráðstafanir á heimilum áður en heimahjúkrun hefst, til þess að bæta aðgengi og öryggi skjólstæðingsins og/eða starfsmanna heimahjúkrunar. Matsblað frá vinnueftirliti ríkisins er notað við mat á heimilisaðstæðum. Úrvinnsla þess er unnin í samráði við þjónustuþega og aðstandendur.

Starfsmenn hafa undirritað þagnareið og helst þagnarskyldan þótt starfsmaður láti af störfum.

Reyklaust umhverfi

Starfsfólk heimahjúkrunar á fullan rétt á því að vinna í reyklausu umhverfi og er fólk beðið að virða það.

Að afboða vitjun

Fari þjónustuhafi að heiman eða verði breyting á högum hans er nauðsynlegt að láta starfsfólk heimahjúkrunar vita í síma 860-0140.

Geðheilbrigði

Á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eru starfrækt tvö teymi sem sinna sálfélagslegri þjónustu, geðteymi og forvarnar- og meðferðarteymi barna, sem starfa eftir stefnu og aðgerðaáætlun stjórnvalda í geðheilbrigðismálum.

Teymin sinna greiningu og meðferð á algengustu geðröskunum á heilsugæslustigi ásamt því að veita meðferð og rágjöf við verðandi og nýbakaða foreldra og þá sér í lagi mæður. Geðteymið sinnir fólki 18 ára og eldri og FMTB sinnir foreldrum og börnum upp að 18 ára.

Þjónusta teymanna nær til allra sveitarfélaga á Suðurnesjum.

Sé þörf á bráðaþjónustu er bent á bráðamóttöku geðsviðs LSH.

Bráðaþjónusta göngudeild geðdeilda: sími 543-4050, opið virka daga 12-19 og helgar og hátíðir 13-17

Vakthafandi læknir á geðdeild: sími 543-1000

Geðteymi
Í teyminu eru starfandi sálfræðingar og læknir.

Markhópur: 
Meðferðaraðilar geðteymis HSS veita göngudeildarþjónustu á dagvinnutíma til þjónustuþega 18 ára og eldri með algengustu geðraskanirnar.

Ekki er unnið með félagslegan vanda, áfengisvanda, þroskaskerðingu og annan vanda sem krefst sérhæfðari þjónustu.

Tilvísunarferli:
 
Tilvísun þarf að berast frá lækni með lýsingu á vanda og grun um geðgreiningu. Þjónustuþegar fá símtal innan nokkra vikna þar sem þeir eru boðaðir í inntökuviðtal þar sem greining á vanda ásamt mati á þjónustuþörf fer fram. Ef mál á heima hjá geðteymi fer einstaklingur á biðlista eftir einstaklingsþjónustu. Annars er tilvísun vísað frá, vísað í meira viðeigandi úrræði eða hópúrræðis innan HSS.

Um meðferð:
 
Unnið er eftir gagnreyndum meðferðum. Í upphafi er gerður meðferðarsamningur þar sem ákveðin eru batamarkmið ásamt áætluðum fjölda viðtala eftir eðli vanda (yfiirleitt 8-16 skipti). Tíðni viðtala fer eftir þörf, oftast einu sinni í viku til að byrja með. Notast er við sálfræðileg mælitæki til að meta og fylgjast með árangri.

Forvarnar- og meðferðarteymi barna
Í teyminu  eru starfandi sálfræðingar og fjölskylduráðgjafi.

Markhópar:
Börn og unglingar að 18 ára aldri sem falla fyrir utan ramma þeirrar þjónustu sem skólasálfræðingar veita á Suðurnesjum. Dæmi um viðfangsefni teymisins er uppeldis- og fjölskylduvandi, hegðunarerfiðleikar, þunglyndi- og kvíði, félagsvandi og afleiðingar áfalla. Í vinnu með börnum og unglingum er unnið eftir þörfum með foreldrum þeirra og fjölskyldu.

Mæður barna á aldrinum 0 – 3 ára
sem eru að kljást við tilfinningalegan vanda. Boðið er upp á fjölskylduviðtöl og einstaklingsmeðferð sem beinist að því að auka virkni fjölskyldunnar til sjálfshjálpar. Áherslal er lögð á að efla tengslamyndum milli barns og foreldris.

Tilvísunarferli:
 
Foreldrar og börn geta fengið þjónustu að undangengnu tilvísanaferli. Tilvísanir berast frá fagaðilum á HSS, sálfræðingum fræðsluskrifstofu og starfsfólki félagsþjónustu auk annarra fagaðila.

Heilsugæslan í Reykjanesbæ

Heilsugæsla HSS er opin allan sólarhringinn. Heilsugæslulæknar eru með móttöku virka daga á milli kl. 8:00 og 16:00. Læknir er þess utan á vakt frá kl 16:00 - 08:00. Sími heilsugæslunnar er 422-0500.

Tímabókanir hjá læknum- og hjúkrunarfræðingum/ljósmæðrum eru alla virka daga frá kl 08:00 - 16:00.  Einnig er hægt að bóka í símatíma hjá læknum og í símaráðgjöf hjúkrunarfræðinga á opnunartíma.

Almenn móttaka lækna, hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra er alla virka daga frá 08:00 - 16:00. Læknavakt lækna er frá kl. 16:00 - 20:00 virka daga en um helgar kl. 10:00 - 13:00 og 17:00 - 19:00.

Slysa- og bráðamóttaka HSS tekur á móti öllum sjúklingum allan sólarhringinn sem eru slasaðir og einnig þeim sem eru bráðveikir og treysta sér ekki til að bíða eftir næsta lausa tíma hjá lækni.  Utan opnunartíma þarf að hringja í 112 til að fá bráðaþjónustu.

Yfirlæknir á heilsugæslunni er Snorri Björnsson.

Krabbameinsleit

Á HSS fer fram krabbameinsleit einu sinni í mánuði. Þar sjá ljósmæður um leghálsskoðun í samvinnu við Leitarstöð Krabbameinsfélagsins.

Konur geta pantað tíma í síma 422-0500 á milli kl. 8-15 alla virka daga þegar þeim berst bréf frá Leitarstöðinni. Konum er bent á að panta tíma í brjóstamyndatöku hjá Leitarstöðinni Skógarhlíð.

Slysa- og bráðamóttaka

Slysa- og bráðamóttaka

Slysa- og bráðamóttaka HSS er opin allan sólarhringinn og tekur á móti öllum sjúklingum.

Deildarstjóri slysa- og bráðamóttöku er Ásta Kristbjörg Bjarnadóttir.

 

Subscribe to this RSS feed