Þjónusta á HSS í yfirstandandi verkföllum

Hjukrun HSS Yfirstandandi verkfall hjúkrunarfræðinga hefur eftirfarandi áhrif á starfsemi á Heilbrigðisstofnun Suðurnsesja:

 • Hjúkrunarmóttaka – Þar er lokað meðan verkfall stendur yfir. Hægt er að bóka tíma og símatíma með þeim fyrirvara að verkfallið sé yfirstaðið þegar að tímanum kemur þannig að fólk þarf að fylgjast með. Sótt um undanþágur fyrir þá sjúklinga sem þurfa bráðnauðsynlega þjónustu.
 • Ungbarnavernd – Þar eru ljósmæður og sjúkraliðar að störfum en skert mönnun. Ungbarnamóttöku er sinnt en þroskamati verður frestað meðan á verkfalli stendur.
 • Slysa- og bráðamóttaka – Búast má við töfum á þjónustu lækna og hjúkrunarfræðinga. Öllum bráðatilfellum er sinnt en öðrum tilfellum þarf að forgangsraða og/eða fresta.
 • Heimahjúkrun – Þar er verulega skert þjónusta hjúkrunarfræðinga. Verkefnum hjúkrunarfræðinga er forgangsraðað og því frestað sem má bíða. Sjúkraliðar í heimahjúkrun starfa með eðlilegum hætti.
 • Sykursýkismóttaka – Þar er allri móttöku frestað sem má bíða. Ef verkfall dregst á langinn verður sótt um undanþágu fyrir þá sjúklinga sem ekki mega bíða.
 • Skólaheilsugæsla – Þar er lokað meðan verkfall stendur yfir.
 • Sálfélagsleg þjónusta – Viðtöl geðhjúkrunarfræðings falla niður meðan á verkfalli stendur og nýjar tilvísanir verða ekki afgreiddar. Sálfræðingar eru að störfum eins og áður.
 • Sjúkradeild – Þar er starfsemi í lágmarki. Þar eru allir sjúklingar sem mögulegt er útskrifaðir. Engar hvíldarinnlagnir meðan verkfall stendur yfir. Bráðainnlögnum verður að mestu leyti beint á Landspítalann.
 • Dagdeild – Þar er lokað meðan verkfall stendur yfir. Öllum lyfjagjöfum sem mega bíða er frestað en sótt verður um undanþágu fyrir bráðnauðsynlegum lyfjagjöfum.
 • Heilsugæsla í Grindavík – Þar liggja þroskapróf barna og skólaheilsugæsla niðri meðan verkfall stendur yfir. Annarri þjónustu hjúkrunarfræðinga verður forgangsraðað og búast má við einhverjum töfum á þjónustu sem þolir bið.
 • Hjúkrunarheimilið í Víðihlíð – Þar er starfsemi með hefðbundnum hætti.

Þá er minnt á að geislafræðingar og lífeindafræðingar eru enn í verkfalli. Geislafræðingar sinna einungis bráðatilfellum, en lífeindafræðingar eru við störf hálfan daginn.

Þeir sem eiga bókaðan tíma hjá hjúkrunarfræðingum eru beðnir um að hafa samband við móttöku til að fá upplýsingar um hvort tíminn falli niður.

Síðast uppfært mánudagur, 15 júní 2015 12:00