Hjúkrunarnemar í heimsókn

Föstudaginn 2. mars síðastliðinn kom glæsilegur hópur hjúkrunarnema frá Háskóla Íslands og Háskóla Akureyris í heimsókn til okkar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS). Í móttökunefnd voru  hjúkrunarstjórnendur  sem kynntu starfsemina  og tveir hjúkrunarfræðingar, þau Garðar og Katrín, sem sögðu frá hvernig það er að vinna hjá HSS.  Það er óhætt að segja að það var gaman að heyra frá þeirra upplifun á starfinu hér; góðum starfsanda og miklum möguleikum á að öðlast víðtæka reynslu í faginu.  Hér á eftir má sjá myndir úr heimsókninni.

 

Síðast uppfært mánudagur, 25 Maí 2015 12:28