Inflúensubólusetning hafin fyrir áhættuhópa.

flensa2020
Nú hefur HSS hafið inflúensubólusetningar fyrir fólk í áhættuhópum og er tekið æá móti tímabókunum á milli 13 og 15 alla virka daga og einnig á www.heilsuvera.is. Almennar bólusetningar hefjast síðar og verða auglýstar þegar þar að kemur.
 
Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum og víðar, er inflúensubólusetning sérstaklega mikilvæg núna þar sem það er mjög slæmt að fá inflúensu ofan í kórónuveirusmit.
 
Til dæmis má vísa í niðurstöður rannsóknar ensku lýðheilsustofnunnar (PHE) sem benda til þess að fólk sem smitaðist bæði af nýju kórónuveirunni og inflúensu voru í meiru hættu að verða alvarlega veikir.
 
Mikilvægt þó er að halda þeirri forgangsröðun sem stuðst hefur verið við, það er að bólusetja viðkvæma hópa eins og aldraðra, fólk með undirliggjandi sjúkdóma og heilbrigðisstarfsfólk, til að koma í veg fyrir að bóluefnið gangi til þurrðar áður en allir einstaklingar í forgangi komast að.
Síðast uppfært mánudagur, 19 október 2020 11:04