Lausar stöður hjúkrunarfræðinga í skólaheilsugæslu

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðinga til framtíðarstarfa við skólaheilsugæslu með möguleika á að vinna einnig á öðrum deildum HSS. Æskilegt er að viðkomandi geti byrjað 20. ágúst 2018 eða eftir samkomulagi.

Helstu verkefni og ábyrgð
Heilsuvernd skólabarna er framhald af ung- og smábarnavernd og eru tíu skólar með um 3300 nemendum í umsjón Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Hjúkrunarfræðingar starfa samkvæmt lögum og reglugerðum um heilbrigðisstarfsmenn, siðareglum og markmiðum hjúkrunar.

Hæfnikröfur
Íslenskt hjúkrunarleyfi
Jákvætt viðmót og sjálfstæð vinnubrögð 
Góða hæfni og getu til samvinnu/teymisvinnu
Starfsreynsla er æskileg 
Íslensku- og enskukunnátta skilyrði

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert.
Sótt er um starfið rafrænt á www.hss.is undir laus störf eða með því að smella hér. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og/eða viðtölum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSS við ráðningar á stofnunina. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir gilda í sex mánuði.

Vinnufyrirkomulag:
1. Eingöngu í skólaheilsugæslu með einn eða tvo skóla í 40-80% stöðu. 
2. Vinna í skólaheilsugæslu fyrir hádegi og í hjúkrunarmóttöku/ungbarnavernd eftir hádegi. 
3. Vinna í skólaheilsugæslu virka daga og 3ju hvoru helgi á sjúkradeildinni, slysa- og bráðamóttöku, heimahjúkrun eða í Víðihlíð.

Starfshlutfall er 40 - 100%
Umsóknarfrestur er til og með 18.06.2018

Nánari upplýsingar veitir
Ingibjörg Steindórsdóttir, framkvæmdarstjóri hjúkrunar. Netfang: hss@hss.is. Sími: 422-0500

Smelltu hér til að sækja um starfið

Síðast uppfært miðvikudagur, 30 Maí 2018 21:43