Laus staða í eldhúsi og býtibúri

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða starfsmenn í afleysingar í eldhúsi og býtibúri. Unnið er á 2-2-3 vöktum. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgð
Um er að ræða aðstoð við matargerð, skömmtun, uppvask og þrif í eldhúsi. Starfsmenn í býtibúri færa skjólstæðingum mat og sjá um alla þjónustu og þrif í kringum það.

Hæfnikröfur
Viðkomandi þarf að tala íslensku
Vera snyrtilegur og stundvís
Hafa jákvætt viðmót og vera sjálfstæður í vinnubrögð 
Hafa reynslu af áþekkum störfum

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur hafa gert.
Sótt er um starfið rafrænt hér á vefnum undir  laus störf. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá. Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og/eða umsögnum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSS við ráðningar á stofnunina. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir gilda í sex mánuði.

Starfshlutfall er 50 - 80%
Umsóknarfrestur er til og með 18.06.2018

Nánari upplýsingar veitir
Sigríður Magnúsdóttir í gegnum netfangið sigridurm@hss.is eða í síma 898-6077

Smelltu hér til að sækja um starfið

Síðast uppfært miðvikudagur, 23 Maí 2018 19:12