Laus staða í eldhúsi í Víðihlíð

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða starfsmann í eldhús á hjúkrunarheimilið Víðihlíð í Grindavík. 
Um er að ræða vaktavinnu 2-2-3 og er vinnutíminn frá kl. 8-14.

Helstu verkefni og ábyrgð
Starfsmenn í eldhúsi taka á móti aðsendum mat, framreiða og ganga frá eftir þörfum. Þeir sjá einnig um umsjón með býtibúrum.

Hæfnikröfur
Viðkomandi þarf að tala íslensku
Vera snyrtilegur og stundvís
Hafa hlýtt viðmót og vera jákvæður
Vera góður í mannlegum samskiptum
Hafa reynslu af áþekkum störfum er kostur

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Verkalýðsfélag Grindavíkur hafa gert.
Sótt er um starfið rafrænt hér á vefnum undir Laus störf eða með því að smella hér. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá. Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og/eða umsögnum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSS við ráðningar á stofnunina. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir gilda í sex mánuði.

Starfshlutfall er 50%
Umsóknarfrestur er til og með 11.06.2018

Nánari upplýsingar veitir
Ingibjörg Þórðardóttir, deildarstjóri í Víðihlíð veitir nánari upplýsingar um starfið, í síma 422-0700 / 894-3774 eða í gegnum netfangið ingibjorgthordar@hss.is

Smelltu hér til að sækja um starfið