Laus staða aðstoðardeildarstjóra í Víðihlíð

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing til starfa í stöðu aðstoðardeildarstjóra á hjúkrunarheimilið Víðihlíð í Grindavík. Um er að ræða framtíðarstarf og er unnið á vöktum. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.

Hjúkrunarheimilið Víðihlíð er 20 rúma deild á tveimur hæðum sem hefur á að skipa mjög hæfu starfsfólki og yndislegum heimilismönnum.

Helstu verkefni og ábyrgð
Aðstoðardeildarstjóri starfar samkvæmt lögum og reglugerðum um heilbrigðisstarfsmenn, siðareglum og markmiðum hjúkrunar og deildarinnar. Aðstoðardeildarstjóri tekur þátt í klínísku starfi, framþróun, umbótum og mótun liðsheildar. Einnig er hann staðgengill deildarstjóra og ber ábyrgð á tilteknum verkefnum, bæði faglegum og stjórnunarlegum.

Menntunar og hæfniskröfur
Íslenskt hjúkrunarleyfi
Jákvætt viðmót og frammúrskarandi samskiptahæfni
Frumkvæði, skipulögð vinnubrögð og faglegur metnaður til að ná árangri
Stjórnunarreynsla æskileg
Reynsla af öldrunarhjúkrun æskileg
Góð íslenskukunnátta

Frekari upplýsingar um starfið
Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert.

Sótt er um starfið rafrænt hér á vefnum undir Laus störf eða með því að smella hér. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og/eða viðtölum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSS við ráðningar á stofnunina. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknin gildir í sex mánuði.

Starfshlutfall er 80-100%.

Umsóknarfrestur er til og með 4. júní 2018  

Nánari upplýsingar veitir:
Ingibjörg Þórðardóttir, deildarstjóri Víðihlíð netfangið ingibjorgthordar@hss.is 422-0700 / 894-3774

Sækja um

Síðast uppfært miðvikudagur, 16 Maí 2018 13:52