Bólusetningar fyrir lifrabólgu A og B hafnar á ný

Bóluefnið Twinrix fyrir lifrarbólgu A og B í barnaskömmtum er nú komið til landsins og er í boði á HSS.

Þeir sem eiga eftir að fá þriðju sprautuna geta beðið til haustsins en þeir sem hafa ekki fengið neina sprautu og eru að fara til landa sem æskilegt er að fái sprautu fyrir lifrabólgu A og B eru í forgangi.

Tímabókanir eru í síma 422-0500 á milli 8 og 16 alla virka daga.

Síðast uppfært þriðjudagur, 15 Maí 2018 23:13