Laus staða sálfræðings í barna- og unglingateymi

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða sálfræðing í 50 – 70% starf í barna og unglingateymi fyrir einstaklinga að 18 ára aldri. Á stofnunni eru starfandi öflugur hópur sálfræðinga, sem bjóða upp á göngudeildarþjónustu fyrir börn, unglinga og fullorðna. Áhersla er lögð á að þróa sálfræðiþjónustuna í samræmi við geðheilbrigðisáætlun, við leitum að metnaðarfullum og áhugasömum sálfræðingi, sem hefur áhuga á að taka þátt í þeirri þróun með okkur. Um er að ræða framtíðarstarf og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf 1 september eða eftir nánari samkomulagi.

Helstu verkefni og ábyrgð
Greining og meðferð algengustu geðraskana
Teymisvinna
Þverfaglegt samstarf með öðrum fagstéttum innan HSS og utan, sem koma að málefnum barna og unglinga
Þátttaka í stefnumótun sálfræðiþjónustu stofnunarinnar í samræmi við geðheilbrigðisáætlun frá 2016

Hæfniskröfur
Réttindi til að starfa sem sálfræðingur á Íslandi
Góð íslenskukunnátta
Þekking á algengustu geðröskunum hjá börnum og unglingum
Reynsla af greiningu og meðferð á börnum og unglingum
Þekking á gagnreyndum meðferðarúrræðum við geðröskunum
Það er lögð áhersla á sjálfstæði og frumkvæði í starfi, auk samskiptahæfni og sveigjanleika

Frekari upplýsingar um starfið
Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags. Sótt er um starfið rafrænt hér á vefnum undir Laus störf eða með því að smella hér. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og/eða umsögnum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSS við ráðningar á stofnunina. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir geta gilt í sex mánuði.

Starfshlutfall er 50-70 %.

Umsóknarfrestur er til og með 28. maí 2018.

 

Nánari upplýsingar veitir:

Þórunn Finnsdóttir, yfirsálfræðingur í síma 422-0500, 862-5386 eða í gegnum netfangið thorunnf@hss.is

SÆKJA UM

Síðast uppfært fimmtudagur, 10 Maí 2018 12:49