Laus staða sérfræðings í heimilislækningum

Laus er til umsóknar starf sérfræðings í heimilislækningum á heilsugæslusviði. Um er að ræða 3 ótímabundnar stöður og er starfshlutfallið 100% . Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánari samkomulagi.

Á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eru þrjú svið; heilsugæslusvið, sjúkrasvið og hjúkrunarsvið. Starfsstöðvar eru í þremur sveitarfélögum; Grindavík, Reykjanesbæ og Vogum. Íbúafjöldi upptökusvæðisins, sem er Reykjanesið, er um 26.000 íbúar auk alþjóðaflugvallar. Starfsmenn eru tæplega 300 í tæplega 200 stöðugildum.

Helstu verkefni og ábyrgð

Læknar starfa samkvæmt lögum og reglugerðum um heilbrigðisstarfsmenn, siðareglum og markmiðum lækna og deildarinnar.

Hæfniskröfur

Íslenskt lækningaleyfi
Sérfræðileyfi í heimilislækningum
Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi
Brennandi áhugi á þróun þjónustunnar
Jákvætt viðmót, hæfni í mannlegum samskiptum og geta til að starfa í teymi
Frumkvæði, áreiðanleiki, drifkraftur, þrautseigja og árangursmiðað viðhorf

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Læknafélag Íslands hafa gert. Sótt er um starfið rafrænt hér á vefnum undir Laus störf eða með því að smella hér. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og/eða umsögnum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSS við ráðningar á stofnunina. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir gilda í sex mánuði.

Starfshlutfall er 100%.

Umsóknarfrestur er til og með 28.05.2018  

Nánari upplýsingar veitir:

Snorri Björnsson, yfirlæknir á heilsugæslusviði, netfang: snorri@hss.is og s. 422 0500

 SÆKJA UM

Síðast uppfært fimmtudagur, 10 Maí 2018 13:19