Laus staða sjúkraliða á slysa- og bráðadeild

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða sjúkraliða til starfa á slysa- og bráðamóttöku í Reykjanesbæ. Um er að ræða vaktavinnu á virkum dögum og er starfshlutfallið 80%.

Leitað er eftir áhugasömum og metnaðarfullum einstakling sem getur unnið sjálfstætt. Á stofnuninni er góð samvinna milli deilda, boðleiðir eru stuttar og hér ríkir góður starfsandi.

Á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eru þrjú svið; heilsugæslusvið, sjúkrahússvið og hjúkrunarsvið. Starfsstöðvar eru í þremur sveitarfélögum; Grindavík, Reykjanesbæ og Vogum.

Helstu verkefni og ábyrgð

Sjúkraliðar sinna skjólstæðingum og öðrum störfum  undir stjórn og í samvinnu við hjúkrunarfræðinga. Þeir starfa samkvæmt lögum og reglugerðum um heilbrigðisstarfsmenn.

Hæfniskröfur

Íslenskt sjúkraliðaleyfi.

Faglegur metnaður og vandvirkni.

Jákvætt og hlýtt viðmót.

Góð samskiptahæfni.

Sjálfstæði í vinnubrögðum.

Samvinnufýsi og vilji til að vinna þau verkefni sem þarf.

Að minnsta kosti 7 ára starfsreynsla.

Frekari upplýsingar um starfið

Þeir sem hafa sótt um áður eru vinsamlegast beðnir um að sækja aftur um til að endurnýja umsókn.  Sótt er um starfið rafrænt á hér á vefnum undir Laus störf.  Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og/eða umsögnum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSS við ráðningar á stofnunina. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir geta gilt í sex mánuði.

Starfshlutfall 80%

Umsóknarfrestur er til 16.apríl 2018

Nánari upplýsingar veitir

Íris Kristjánsdóttir í gegnum netfangið iris@hss.is eða í síma 422-0500

Guðný Birna í gegnum netfangið gudnyg@hss.is eða í síma 422-0500

Síðast uppfært fimmtudagur, 22 mars 2018 22:03