Laus staða á lager HSS

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða starfsmann til starfa á lager. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Á stofnuninni er góð samvinna milli deilda, boðleiðir eru stuttar og hér ríkir góður starfsandi.

Helstu verkefni og ábyrgð

Starfið felst í móttöku á vörum, skráningu í innkaupakerfi og afhendingu á vörum til deilda, auk annarra tilfallandi verkefna. Starfinu fylgir töluvert líkamlegt álag.  Starfsmaður leysir innkaupastjóra af. Hann starfar samkvæmt lögum og reglugerðum um opinbera starfsmenn.

Hæfniskröfur

  • Góð almenn tölvukunnátta.
  • Æskilegt er að umsækjandi sé talnaglöggur.
  • Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum.
  • Frumkvæði í starfi, heiðarleiki, nákvæmni og öguð vinnubrögð.
  • Reynsla af lagerstörfum er kostur.
  • Stundvísi og reglusemi áskilin.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags.  Sótt er um starfið rafrænt á hér á vefnum undir Laus störf.. Umsókn fylgi starfsferilskrá. Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og/eða umsögnum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSS við ráðningar á stofnunina. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir geta gilt í sex mánuði.

Starfshlutfall er 70-100%.

Umsóknarfrestur er til og með 3. apríl 2018.

 

Nánari upplýsingar veitir:

Kristjana G Bergsteinsdóttir  í síma 422-0500, 895-6490 eða í gegnum netfangið kristjana@hss.is

Síðast uppfært mánudagur, 19 mars 2018 08:37