Laus tímabundin staða sjúkraþjálfara/hreyfistjóra

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða sjúkraþjálfara til starfa. Um er að ræða tímabundið starf í 12 mánuði. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

 Á stofnuninni er góð samvinna milli deilda, boðleiðir eru stuttar og hér ríkir góður starfsandi.

Helstu verkefni og ábyrgð

Sjúkraþjálfari/Hreyfistjóri sér um móttöku skjólstæðinga sem eru með uppáskrifaðan hreyfiseðil frá lækni. Gera þarf viðeigandi mælingar og mat, skipuleggja og fylgja eftir hreyfiáætlun sem meðferðarúrræði í samráði við skjólstæðing. Hann starfar samkvæmt lögum og reglugerðum um heilbrigðisstarfsmenn.

Hæfniskröfur

  • Sjúkraþjálfari með íslenskt starfsleyfi.
  • Tveggja ára starfsreynsla sem sjúkraþjálfari.
  • Góð íslenskukunnátta.
  • Faglegur metnaður og vandvirkni.
  • Jákvætt og hlýtt viðmót.
  • Þekking á áhugahvetjandi samtalstækni.
  • Góð samskiptahæfni.
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags. Sótt er um starfið rafrænt á hér á vefnum undir Laus störf. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og/eða umsögnum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSS við ráðningar á stofnunina. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir geta gilt í sex mánuði.

Starfshlutfall er 20%.

Umsóknarfrestur er til og með 26. mars 2018.

 

Nánari upplýsingar veitir:

Sara Guðmundsdóttir, yfirsjúkraþjálfari  í síma 422-0500, 860-0176 eða í gegnum netfangið sara@hss.is

Síðast uppfært föstudagur, 09 mars 2018 08:28