Skúli Gunnlaugsson hefur störf á HSS

Skúli Tómas Gunnlaugsson hjartalæknir hefur störf á legudeild Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja á morgun, 1. febrúar. Hann var ráðinn á grundvelli auglýsingar eftir lyflækni á sjúkradeild HSS frá október síðastliðnum. 
 
Skúli hefur búið í Bandaríkjunum síðustu 20 ár, fyrst við nám í Wisconsin og Iowa, og síðar við störf hjá HIMG í Vestur Virginíu, en er nú kominn aftur heim.
 
Skúli segist spenntur fyrir að koma til starfa á HSS og er honum óskað velfarnaðar í störfum.
 
Síðast uppfært miðvikudagur, 14 mars 2018 20:35