Nýársbarnið á HSS er myndarleg stúlka

Nýársbarnið á HSS kom í heiminn strax á nýársdag, en það var hressileg stúlka sem mældist 49 sentimetrar og um 16 merkur.

Foreldrar hennar eru þau Sara Dögg Gylfadóttir og Björn Símonarson, en unga daman á þrjú systkini, Símon sem er 23 ára, Kára sem er 15 ára og Eldeyju Vöku sem er 4 ára.

Síðast uppfært miðvikudagur, 03 janúar 2018 15:47