Ráðið í tvær stöður hjúkrunarfræðinga á HSS

 
AndreaogVigdisRáðið hefur verið í tvær stöður hjúkrunarfræðinga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Störfin voru auglýst á starfatorg.is og á vef HSS. 
 
Vigdís Elísdóttir hefur verið ráðin í starf aðstoðardeildarstjóra í heimahjúkrun. Hún tók við starfinu 1. desember sl.
 
Andrea Klara Hauksdóttir hefur verið ráðin í nýtt starf deildarstjóra á speglun og skurðstofu HSS, frá og með 1. janúar nk.
 
Þeim Vigdísi og Andreu er óskað til hamingju með nýju störfin og farsældar í starfi.