Laus staða hjúkrunarfræðings í heimahjúkrun

 

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskum eftir að ráða hjúkrunarfræðing í heimahjúkrun. Um er að ræða 80-100% starf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Leitað er eftir áhugasömum og metnaðarfullum einstakling sem getur unnið sjálfstætt. Á stofnuninni er góð samvinna milli deilda, boðleiðir eru stuttar, hér ríkir frábær starfsandi og fjölbreytileiki einkennir stofnunina.

Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf með skemmtilegu og metnaðarfullu starfsfólki. Við hvetjum áhugasama til að skoða heimasíðu okkar www.hss.is þar eru nánari upplýsingar um allar deildir og þjónustu sem HSS veitir.

Helstu verkefni og ábyrgð
Hjúkrunarfræðingar í heimahjúkrun veita víðtæka hjúkrun í heimahúsum vegna sjúkdóma og/eða líkamlegrar eða andlegrar skerðingar. Þeir styðja við skjólstæðinga og aðstandendur þeirra sem og samstarfsfólk og skipuleggja hjúkrun og aðra þjónustu sem þörf er á hverju sinni. Þeir eru í samskiptum við aðrar sjúkrastofnanir sem og heilbrigðis- og fagstéttir með hagsmuni skjólstæðinga og öryggi að leiðarljósi. Unnið er á grundvelli þverfaglegs samstarfs sérfræðinga og áhersla lögð á heildarsýn og samþætta þjónustu. Hjúkrunarfræðingar starfa samkvæmt lögum og reglugerðum um heilbrigðisstarfsmenn, siðareglum og markmiðum hjúkrunar og deildarinnar.

Hæfniskröfur

  • Hjúkrunarfræðingur með íslenskt hjúkrunarleyfi.
  • Faglegur metnaður og áhuga á að þróa og efla þjónustuna.
  • Góð samskiptahæfni, hlýtt og jákvætt viðmót.
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Víðtæk starfsreynsla er kostur.
  • Góð íslenskukunnátta.

Frekari upplýsingar um starfið
Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert. Sótt er um starfið rafrænt á hér á vefnum undir Laus störf. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og/eða viðtölum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSS við ráðningar á stofnunina. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir gilda í 6 mánuði.

Starfshlutfall 80 – 100%
Umsóknarfrestur er til og með 6 nóvember 2017

Nánari upplýsingar veita
Margrét Blöndal s.422-0500 og 860-0153. Netfang: margretb@hss.is
Bryndís Sævarsdóttir s.422-0500 og 861 3930 Netfang: bryndis@hss.is

Síðast uppfært miðvikudagur, 25 október 2017 10:24