Laus staða sjúkraliða á heilsugæslu

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða sjúkraliða til starfa á heilsugæsluna í Reykjanesbæ. Vinnutími er á mánudögum og þriðjudögum frá kl. 08.00-16.00. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 20. ágúst 2018 eða eftir samkomulagi.
Leitað er eftir áhugasömum og metnaðarfullum einstakling sem getur unnið sjálfstætt. Á stofnuninni er góð samvinna milli deilda, boðleiðir eru stuttar og hér ríkir góður starfsandi. 
Á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eru þrjú svið; heilsugæslusvið, sjúkrahússvið og hjúkrunarsvið. Starfsstöðvar eru í þremur sveitarfélögum; Grindavík, Reykjanesbæ og Vogum.

Helstu verkefni og ábyrgð
Sjúkraliðar sinna skjólstæðingum og öðrum störfum undir stjórn og í samvinnu við hjúkrunarfræðinga. Helstu störf eru: lífsmarkamælingar, hjartalínurit, öndunarpróf, heyrnarmælinga og ýmis önnur verkefni. Góð samvinna er við sjúkraliða, lækna og hjúkrunarfræðinga á heilsugæslu og á öðrum deildum stofnunarinnar. Sjúkraliðar starfa samkvæmt lögum og reglugerðum um heilbrigðisstarfsmenn. 

Hæfnikröfur
Íslenskt sjúkraliðaleyfi.
Faglegur metnaður og vandvirkni.
Jákvætt og hlýtt viðmót.
Góð samskiptahæfni.
Sjálfstæði í vinnubrögðum. 
Samvinnufýsi og vilji til að vinna þau verkefni sem þarf. 
Að minnsta kosti 7 ára starfsreynsla.

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sjúkraliðafélag Íslands hafa gert.Sótt er um starfið hér á vefnum undir Laus störf eða með því að smella á hlekkinn hér að neðan.
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og/eða umsögnum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSS við ráðningar á stofnunina. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir geta gilt í sex mánuði.

Starfshlutfall er 40%
Umsóknarfrestur er til og með 07.08.2018

Nánari upplýsingar veitir
Ingibjörg Steindórsdóttir, framkvæmdarstjóri hjúkrunar. Netfang: ingibj@hss.is. Sími: 422-0500

Smelltu hér til að sækja um starfið

Laus staða hjúkrunarfræðings á legudeild

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðinga til starfa í Reykjanesbæ á legudeildina. Um er að ræða vaktavinnu.
Leitað er eftir áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingum sem geta unnið sjálfstætt. Á stofnuninni er góð samvinna milli deilda, boðleiðir eru stuttar og hér ríkir góður starfsandi.
Á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eru þrjú svið; heilsugæslusvið, sjúkrahússsvið og hjúkrunarsvið. Starfsstöðvar eru í þremur sveitarfélögum; Grindavík, Reykjanesbæ og Vogum.

Helstu verkefni og ábyrgð
Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf með skemmtilegu og metnaðarfullu starfsfólki. Unnið er á grundvelli þverfaglegs samstarfs sérfræðinga og áhersla lögð á heildarsýn og samþætta þjónustu. Hjúkrunarfræðingar starfa samkvæmt lögum og reglugerðum um heilbrigðisstarfsmenn, siðareglum og markmiðum hjúkrunar og deildarinnar.

Hæfnikröfur
Íslenskt hjúkrunarleyfi.
Faglegur metnaður.
Góð samskiptahæfni.
Sjálfstæði í vinnubrögðum.
Hlýtt og jákvætt viðmót.
Starfsreynsla er kostur.

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert.
Unnið er að gerð nýs stofnanasamnings og búist við að hann verði tilbúin í haust. Sótt er um starfið rafrænt hér á vefnum undir Laus störf eða með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og/eða umsögnum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSS við ráðningar á stofnunina. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir gilda í sex mánuði.

Starfshlutfall er 20 - 100%
Umsóknarfrestur er til og með 30.07.2018

Nánari upplýsingar veitir
Bryndís Sævarsdóttir s.422-0500 og 861 3930 Netfang: bryndis@hss.is 

Sækja um starf

Laus staða móttökuritara

Laust er til umsóknar starf móttökuritara hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Um er að ræða framtíðarstörf. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 1 september 2018
Á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eru þrjú svið; heilsugæslusvið, sjúkrahússvið og hjúkrunarsvið. Starfsstöðvar eru í þremur sveitarfélögum; Grindavík, Reykjanesbæ og Vogum.

Helstu verkefni og ábyrgð
Starfið felur meðal annars í sér almenna afgreiðslu, uppgjör, símsvörun og bókanir. Upplýsingagjöf og aðstoð við skjólstæðinga auk samvinnu og aðstoðar við aðrar deildir innan stofnunarinnar.

Hæfnikröfur
Góð ensku og íslenskukunnátta
Góð almenn tölvukunnátta
Hæfni í mannlegum samskiptum 
Sjálfstæði og frumkvæði í starfi
Reynsla af móttökuritarastörfum er kostur

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Starfsmannafélag Suðurnesja hafa gert.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags. Sótt er um starfið rafrænt hér á vefnum undir Laus störf eða með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá. Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og/eða umsögn. Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSS við ráðningar á stofnunina. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir gilda í sex mánuði.

Starfshlutfall er 30 - 100%
Umsóknarfrestur er til og með 07.08.2018

Nánari upplýsingar veitir
Allar nánar upplýsingar um starfið veitir Ástríður Sigþórsdóttir, deildarstjóri móttöku í síma 422 0500, netfang: asta@hss.is.

Smelltu hér til að sækja um starfið

Ljómæðravakt HSS fékk góða gjöf

HSS ljsmv juni18Ljósmæðravakt HSS býr svo sannarlega að góðum bakhjörlum í samfélaginu á Suðurnesjum. Það sannaðist heldur betur á dögunum þegar mömmuhópur úr Reykjanesbæ kom færandi hendi með sjónvarp og veggfestingar, til notkunar á deildinni.

Kann starfsfólk og stjórnendur HSS hópnum góðar þakkir fyrir gjöfina, sem mun koma að góðum notum.

Laus staða sjúkraliða við heimahjúkrun

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða sjúkraliða til starfa. Um er að ræða vaktavinnu í heimahjúkrun. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf 1 september 2018.
Leitað er eftir áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingum sem geta unnið sjálfstætt. Á stofnuninni er góð samvinna milli deilda, boðleiðir eru stuttar og hér ríkir góður starfsandi.

Helstu verkefni og ábyrgð
Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf með skemmtilegu og metnaðarfullu starfsfólki. Unnið er á grundvelli þverfaglegs samstarfs sérfræðinga og áhersla lögð á heildarsýn og samþætta þjónustu. Sjúkraliðar starfa samkvæmt lögum og reglugerðum um heilbrigðisstarfsmenn, siðareglum og markmiðum hjúkrunar og deildarinnar.

Hæfnikröfur
Íslenskt sjúkraliðaleyfi.
Faglegur metnaður.
Góð samskiptahæfni.
Sjálfstæði í vinnubrögðum.
Hlýtt og jákvætt viðmót.
Starfsreynsla er kostur.

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sjúkraliðafélag Íslands hafa gert.
Starfsmenn í heimahjúkrun þurfa að hafa bílpróf og bifreið til umráða. Sótt er um starfið rafrænt hér á vefnum undir Laus störf eða með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og/eða umsögnum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSS við ráðningar á stofnunina. Öllum umsóknum verður svarað. 

Starfshlutfall er 10 - 60%
Umsóknarfrestur er til og með 18.07.2018

Nánari upplýsingar veitir
Margrét Blöndal s.422-0500 og 860-0153. Netfang: margretb@hss.is
Bryndís Sævarsdóttir s.422-0500 og 861 3930. Netfang: bryndis@hss.is 

Smelltu hér til að sækja um starfið

Laus staða hjúkrunarfræðings á Heilsugæslu Grindavíkur hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing til starfa í hjúkrunarmóttöku á heilsugæslustöðina í Grindavík. Um er að ræða dagvinnu.
Leitað er eftir áhugasömum og metnaðarfullum einstakling sem getur unnið sjálfstætt. 

Á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eru þrjú svið; heilsugæslusvið, sjúkrahússvið og hjúkrunarsvið. Starfsstöðvar eru í þremur sveitarfélögum; Grindavík, Reykjanesbæ og Vogum.

Helstu verkefni og ábyrgð
Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf. Hjúkrunarfræðingur sér meðal annars um símaráðgjöf, bólusetningar, fræðslu, heilsueflingu, blóðþrýstingseftirlit, ferðamannabólusetningar, sárameðferð, skólaheilsugæslu og starfsmannaheilsuvernd. Unnið er á grundvelli þverfaglegs samstarfs sérfræðinga og áhersla lögð á heildarsýn og samþætta þjónustu. Hjúkrunarfræðingar starfa samkvæmt lögum og reglugerðum um heilbrigðisstarfsmenn, siðareglum og markmiðum hjúkrunar og deildarinnar.

Hæfnikröfur
Íslenskt hjúkrunarleyfi.
Faglegur metnaður.
Góð samskiptahæfni.
Sjálfstæði í vinnubrögðum.
Hlýtt og jákvætt viðmót.

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert. Hægt er að sækja um starfið hér á vefnum undir Laus störf, eða með því að smella á hlekkinn hér að neðan.

Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og/eða umsögnum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSS við ráðningar á stofnunina. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir gilda í sex mánuði.

Starfshlutfall er 20%
Umsóknarfrestur er til og með 09.07.2018

Nánari upplýsingar veitir
Laufey Birgisdóttir yfirhjúkrunarfræðingur á heilsugæslunni í Grindavík. Netfang: laufey@hss.is Sími: 860-0193

Smelltu hér til að sækja um starfið

Styrktarfélag HSS færði sjúkradeildinni tvær skutlur að gjöf.

Gjafir mai 2018Styrktarfélag HSS kom færandi hendi upp á sjúkradeild Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja á dögunum og afhenti þar tvær „skutlur“ af gerðinni Sara Stedy.

Skutlurnar létta mjög umönnun sjúklinga sem eru með skerta göngugetu og draga auk þess úr óþægindum þeirra og hætta á byltum er hverfandi. Sara Stedy skutlurnar voru þegar í stað teknar í notkun á sjúkradeildinni og nú vill starfsfólk HSS alls ekki vera án þeirra.

Mynd/SHSS - Fulltrúar HSS veittu þessum höfðinglegu gjöfum móttöku og þakka kærlega fyrir þennan hlýja hug.

skutlur 2018

Lausar stöður sálfræðinga á HSS

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða 2 sálfræðinga í geðteymi fyrir fullorðna. Um er að ræða 60 - 70% framtíðarstörf og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. 
Á HSS er öflug sálfræðiþjónusta, sem býður upp á göngudeildarþjónustu fyrir börn, unglinga og fullorðna. Áhersla er lögð á að þróa sálfræðiþjónustuna í samræmi við geðheilbrigðisáætlun og við leitum að metnaðarfullum og áhugasömum sálfræðingi, sem hefur áhuga á að taka þátt í þeirri þróun með okkur.

Helstu verkefni og ábyrgð
Sálfræðiþjónusta fyrir 18 ára og eldri
Greining og mat á geðrænum vanda
Gagnreynd sálfræðimeðferð og ráðgjöf
Eftirfylgd einstaklinga með alvarlegar geðraskanir
Námskeiðahald
Teymisvinna
Samstarf við aðrar heilbrigðisstofnanir og félagsþjónustu
Þátttaka í stefnumótun og uppbyggingu sálfræðiþjónustu HSS 

Hæfnikröfur
Réttindi til að starfa sem sálfræðingur á Íslandi
Góð íslenskukunnátta
Reynsla af greiningu og meðferð fullorðinna með geðrænan vanda
Þekking og reynsla af gagnreyndum aðferðum
Reynsla af notkun sálfræðilegra prófa og greiningatækja 
Það er lögð áhersla á sjálfstæði og frumkvæði í starfi, auk sveigjanleika í samskiptum

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sálfræðingafélag Íslands hafa gert. Sótt er um starfið rafrænt hér á vefnum undir Laus störf, eða með því að smella á hlekkinn hér að neðan.
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og/eða umsögnum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSS við ráðningar á stofnunina. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir geta gilt í sex mánuði.

Starfshlutfall er 60 - 70%
Umsóknarfrestur er til og með 25.06.2018

Nánari upplýsingar veitir
Þórunn Finnsdóttir, yfirsálfræðingur í síma 422-0500, 862-5386 eða í gegnum netfangið thorunnf@hss.is

Smelltu hér til að sækja um starfið

Laus staða deildarstjóra skólaheilsugæslu

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing í deildastjórastöðu til framtíðarstarfa við skólaheilsugæslu. Æskilegt er að viðkomandi geti byrjað 8. ágúst 2018 eða eftir samkomulagi.

Helstu verkefni og ábyrgð
Deildastjóri starfar samkvæmt lögum og reglugerðum um heilbrigðisstarfsmenn, siðareglum og markmiðum hjúkrunar og deildarinnar. Deildarstjóri er leiðandi í starfi, framþróun, umbótum og mótun liðsheildar. Hann ber ábyrgð á rekstri og mönnun deildarinnar. Heilsuvernd skólabarna er framhald af ung- og smábarnavernd og eru tíu skólar í umsjón Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja í Reykjanesbæ.

Hæfnikröfur
Íslenskt hjúkrunarleyfi
Jákvætt viðmót og frammúrskarandi samskiptahæfni 
Frumkvæði, skipulögð vinnubrögð og faglegur metnaður til að ná árangri
Góða hæfni og getu til samvinnu/teymisvinnu
Leiðtogahæfni og stjórnunarreynsla æskileg
Íslensku- og enskukunnátta skilyrði

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert.
Sótt er um starfið rafrænt á www.hss.is undir laus störf eða með því að smella hér. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og/eða viðtölum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSS við ráðningar á stofnunina. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir gilda í sex mánuði.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 18.06.2018

Nánari upplýsingar veitir
Ingibjörg Steindórsdóttir, framkvæmdarstjóri hjúkrunar. Netfang: hss@hss.is. Sími: 422-0500

Smelltu hér til að sækja um starfið

Lausar stöður hjúkrunarfræðinga í skólaheilsugæslu

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðinga til framtíðarstarfa við skólaheilsugæslu með möguleika á að vinna einnig á öðrum deildum HSS. Æskilegt er að viðkomandi geti byrjað 20. ágúst 2018 eða eftir samkomulagi.

Helstu verkefni og ábyrgð
Heilsuvernd skólabarna er framhald af ung- og smábarnavernd og eru tíu skólar með um 3300 nemendum í umsjón Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Hjúkrunarfræðingar starfa samkvæmt lögum og reglugerðum um heilbrigðisstarfsmenn, siðareglum og markmiðum hjúkrunar.

Hæfnikröfur
Íslenskt hjúkrunarleyfi
Jákvætt viðmót og sjálfstæð vinnubrögð 
Góða hæfni og getu til samvinnu/teymisvinnu
Starfsreynsla er æskileg 
Íslensku- og enskukunnátta skilyrði

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert.
Sótt er um starfið rafrænt á www.hss.is undir laus störf eða með því að smella hér. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og/eða viðtölum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSS við ráðningar á stofnunina. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir gilda í sex mánuði.

Vinnufyrirkomulag:
1. Eingöngu í skólaheilsugæslu með einn eða tvo skóla í 40-80% stöðu. 
2. Vinna í skólaheilsugæslu fyrir hádegi og í hjúkrunarmóttöku/ungbarnavernd eftir hádegi. 
3. Vinna í skólaheilsugæslu virka daga og 3ju hvoru helgi á sjúkradeildinni, slysa- og bráðamóttöku, heimahjúkrun eða í Víðihlíð.

Starfshlutfall er 40 - 100%
Umsóknarfrestur er til og með 18.06.2018

Nánari upplýsingar veitir
Ingibjörg Steindórsdóttir, framkvæmdarstjóri hjúkrunar. Netfang: hss@hss.is. Sími: 422-0500

Smelltu hér til að sækja um starfið

Subscribe to this RSS feed