Ráðherra heimsótti HSS

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sótti HSS heim í morgun ásamt föruneyti.

Ráðherra fundaði stuttlega með framkvæmdastjórn og fór eftir það um stofnunina þar sem hún ræddi við stjórnendur og annað starfsfólk.

Framkvæmdastjórn HSS vill þakka ráðherra fyrir heimsóknina, sem var bæði gagnleg, ánægjuleg og upplýsandi.

Laus staða í bítibúri og við aðhlynningu í Víðihlíð

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða starfsmenn í býtibúr og við aðhlynningu á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð Grindavík. Um er að ræða vaktavinnu og er vinnutíminn á kvöldin. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgð
Umsjón með býtibúri, aðhlynning og önnur tilfallandi störf. Unnið er í nánu samstarfi við fagfólk á deildinni. Á heimilinu eru stuttar boðleiðir og góður starfsandi.

Hæfniskröfur
Viðkomandi þarf að tala íslensku
Jákvætt viðmót og sjálfstæð vinnubrögð
Góða hæfni og getu til samvinnu
Starfsreynsla er æskileg

Frekari upplýsingar um starfið
Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags.

Sótt er um starfið rafrænt á hér á vefnum undir Laus störf. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og viðtölum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSS við ráðningar á stofnunina. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir gilda í 6 mánuði.

Starfshlutfall er 30-100%.
Umsóknarfrestur er til og með 29.01.2018

Nánari upplýsingar veitir
Ingibjörg Þórðardóttir, deildarstjóri Víðihlíð netfangið ingibjorgthordar@hss.is 422-0700 / 894-3774

Nýársbarnið á HSS er myndarleg stúlka

Nýársbarnið á HSS kom í heiminn strax á nýársdag, en það var hressileg stúlka sem mældist 49 sentimetrar og um 16 merkur.

Foreldrar hennar eru þau Sara Dögg Gylfadóttir og Björn Símonarson, en unga daman á þrjú systkini, Símon sem er 23 ára, Kára sem er 15 ára og Eldeyju Vöku sem er 4 ára.

Ráðið í tvær stöður hjúkrunarfræðinga á HSS

 
AndreaogVigdisRáðið hefur verið í tvær stöður hjúkrunarfræðinga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Störfin voru auglýst á starfatorg.is og á vef HSS. 
 
Vigdís Elísdóttir hefur verið ráðin í starf aðstoðardeildarstjóra í heimahjúkrun. Hún tók við starfinu 1. desember sl.
 
Andrea Klara Hauksdóttir hefur verið ráðin í nýtt starf deildarstjóra á speglun og skurðstofu HSS, frá og með 1. janúar nk.
 
Þeim Vigdísi og Andreu er óskað til hamingju með nýju störfin og farsældar í starfi.
 

Afgreiðslutími yfir hátíðirnar

Afgreiðslutími HSS yfir hátíðirnar verður með eftirfarandi hætti:

Aðfangadag ber upp á sunnudag og verður læknavakt á milli 10 og 13 líkt og aðra laugardaga, en seinni vaktin (17-19) verður ekki opin.

Jóladag, annan í jólum, gamlársdag og nýársdag verður afgreiðsla heilsugæslunnar opin á milli klukkan 10 og 19 og læknavakt verður annars vegar milli 10 og 13 og svo milli 17 og 19.

Bráðamóttaka lækna er opin alla daga, allan sólarhringinn á HSS.

Utan opnunartíma afgreiðslu skal hringja í vaktsímann 1700, en ef um lífsógnandi tilfelli er að ræða skal hringja í 112.

Gjaldskrá HSS

Sjá útlistun á greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands hér

Komur og vitjanir fyrir sjúkratryggða

Koma á heilsugæslustöð til lækna, hjúkrunarfræðinga og sjúkraþjálfara á dagvinnutíma, kl. 8:00 - 16:00,

 • almennt gjald 1.200 kr.
 • aldraðir og öryrkjar  600 kr.

Koma á heilsugæslustöð til lækna, hjúkrunarfræðinga og sjúkraþjálfara utan dagvinnutíma,

 • almennt gjald 3.100 kr.
 • aldraðir og öryrkjar  1.500 kr.

Vitjun læknis á dagvinnutíma, kl. 8:00 - 16:00,

 • almennt gjald 3.400 kr.
 • aldraðir og öryrkjar 1.700 kr.

Vitjun læknis utan dagvinnutíma, 

 • almennt gjald 4.500 kr. 
 • aldraðir og öryrkjar 2.200 kr.

Börn undir 18 ára aldri, börn með umönnunarkort og þeir sem koma vegna mæðraverndar greiða ekki.

Rannsóknir og greiningar

Rannsókn með beiðni til rannsóknarstofu,

 • almennt gjald 2.500 kr.  
 • aldraðir og öryrkjar 1.650 kr. 

Krabbameinsleit,

 • almennt gjald 4.400 kr. 
 • aldraðir og öryrkjar 2.200 kr.

Bólusetningar

Gjaldskrá bólusetninga - desember 2017

Blóðmauraheilabólga
     Fyrir börn, 3.500 kr. (FSME-Immun Junior)
     Fyrir fullorðna, 3.800 kr. (FSME-Immun Vuxen)

Heilahimnubólga (meningókokkar) 

     Fjölvirkt fjölsykrubóluefni samtengt, 6.800 kr.
     Próteintengt fjölsykrubóluefni gegn stofni C (18 ára og eldri), 4.400 kr. (MCC)

Haemophilus influenzae B, 3.500 kr.

Hlaupabóla, 4.900 kr. 

Hundaæði, 11.600 kr. 

Inflúensa, 900 kr. 

Japönsk heilabólga (JEV), 17.700 kr. 

Kíghóstabóluefni með barnaveiki- og stífkrampatoxóíðum (18 ára og eldri, Boostrix), 1.700 kr.

Kólera (bóluefni til inntöku, 2 x 1 skmt.), 10.700 kr. (1 skmt. 5.350 kr.) 

Lifrarbólga A (Havrix)
     Fyrir börn (720 ein. - 0,5 ml), 2.900 kr. 
     Fyrir fullorðna (1440 ein. - 1 ml), 4.100 kr.

Lifrarbólga A (Vaqta)
     Fyrir börn (25 ein. - 0,5 ml), 3.900 kr.
     Fyrir fullorðna (50 ein. - 1 ml), 4.600 kr.

Lifrarbólga B (Engerix-B)
     Fyrir börn (0,5 ml), 2.000 kr.
     Fyrir fullorðna (1 ml), 3.000 kr.

Lifrarbólga A og B
     Fyrir börn (Twinrix Paediatric), 3.500 kr.
     Fyrir fullorðna (Twinrix Adult), 5.200 kr.

Lungnabólga – fjölsykrubóluefni (Pneumovax), 4.100 kr.

Lungnabólga – próteintengt bóluefni (Prevenar 13), 8.000 kr. 

Mislingar ásamt hettusótt og rauðum hundum, 2.300 kr. 

Mýgulusótt, 4.100 kr.

Mænusótt fyrir fullorðna, 2.300 kr.

Papillómaveirubóluefni (HPV)
     Papillómaveirur manna, gerð 6, 11, 16, 18, 15.600 kr.
     Papillómaveirur manna, gerð 16, 18, 10.200 kr.

Taugaveiki (Typhim-Vi), 2.600 kr.

Barnabólusetningar / Endurbólusetningar

Auk komugjalda skulu ósjúkratryggðir greiða fyrir barnabólusetningar á heilsugæslustöð (hvern skammt). Einnig greiða sjúkratryggðir fyrir endurbólusetningu frá grunni þegar barnabólusetningar eru ónýtar.

Barnaveiki, haemophilus influenzae B, kíghósti, mænusótt, stífkrampi (fimmgilt bóluefni) (Infanrix-Polio + Hib, Pentavac), 4.400 kr. 

Lungnabólgubaktería (pneumokokkar), 6 vikna - 5 ára börn (Synflorix), 5.800 kr. 

Meningokokkar C (NeisVac-C), 4.400 kr. 

Mislingar ásamt hettusótt og rauðum hundum (Priorix, MMRVaxPro), 2.300 kr. 

Kíghóstabóluefni með barnaveiki- og stífkrampatoxóíðum (Boostrix), 1.700 kr. 

Barnaveiki, kíghósti, mænusótt, stífkrampi (fjórgilt bóluefni), endurbólusetning með Boostrix Polio, 2.400 kr.

Önnur þjónusta

Auk komugjalda skulu sjúkratryggðir 18 ára og eldri, aldraðir og öryrkjar greiða fyrir aðra þjónustu sem hér segir:

 • Þungunarpróf, 150 kr.
 • Streptokokkarannsóknir, 300 kr.
 • Lyfjaleit í þvagi, 800 kr. 
 • CRP (C-reaktíft prótein), 1.100 kr.
 • HbA1c (glýkósýlerað hemóglóbín), 2.100 kr.

Greiðslur sjúkratryggðra fyrir heilbrigðisþjónustu og afsláttarstofn

Ef heildarkostnaður vegna heilbrigðisþjónustu í almanaksmánuði fer yfir ákveðna  fjár­hæð greiða Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) eða viðkomandi heilbrigðisstofnun, það sem umfram er.

 • Hámarksgreiðsla sjúkratryggðs almennt er 24.600 kr.
 • Hámarksgreiðsla aldraðra, öryrkja, barna og barna með umönnunarmat  er 16.400 kr.
 • Hámarksgreiðsla barna í sömu fjölskyldu (með sama fjölskyldunúmer) er 16.400 kr.

Greiðslur fyrir heilbrigðisþjónustu mynda afsláttarstofn. Afsláttarstofn verður aldrei hærri en hámarksgreiðsla í almanaksmánuði.  Afsláttarstofn flyst á milli mánaða að frádregnum 1/6 hluta af hámarksgreiðslu um hver mán­aða­mót, óháð greiðslum sjúkratryggðs. Við ákvörðun greiðsluþátttöku skal leggja saman afsláttarstofn og greiðslur. Séu samanlagðar greiðslur lægri en hámarksgreiðsla greiðir sjúkratryggður kostnaðinn allt að hámarksgreiðslu.

Veitendur heilbrigðisþjónustu skila upplýsingum um staðgreidd þjónustugjöld til SÍ jafnóðum. Ef þjónustugjöld eru ekki staðgreidd teljast þau ekki með í afsláttarstofni fyrr en kvittun hefur borist SÍ.

Team Auður gaf HSS góðar gjafir

teamaudurgjof2017 1

teamaudurgjof2017Sl. föstudag komu fulltrúar Styrktarsjóðsins Team Auður færandi hendi með gjafir ætlaðar líknarstofu HSS.

Þær komu með 50 tommu sjónvarpstæki, veggfestingu fyrir sjónvarpið, jólatré og skraut á það, jólaljós, kaffivél, hitakönnu, herðanuddtæki, tvo ilmolíulampar og olíur (annar lampinn ætlaður starfsfólkinu), konfekt og kaffi.

Kunna stjórnendur og starfsfólk HSS Team Auði bestu þakkir fyrir þessar frábæru gjafir sem eiga sannarlega eftir að koma að góðum notum.

Team Auður er styrktarsjóður sem stofnaður var árið 2013 í minningu Auðar Jónu Árnadóttur sem lést árið 2012 eftir baráttu við krabbamein.

Myndir/Víkurfréttir: Bryndís Sævarsdóttir deildarstjóri D-deildar, Hjördís Baldursdóttir, Íris Sigurðardóttir, systurnar Íris Dögg, Kristín Anna og Lilja Dröfn Sæmundsdætur og dætur Auðar Jónu, Margrét Knútsdóttir og Helga Signý Hannesdóttir aðstoðardeildarstjóri við afhendingu styrkjanna á HSS.

Afhentu áskorun um aflagningu sumarlokana á ljósmæðravakt HSS

askorun ljosmaedravakt 2017

HSS fékk góða heimsókn í vikunni þar sem aðstandendur áskorunar um að ljósmæðravakt HSS verði opin allan sólarhringinn allan ársins hring, afhentu Halldóri Jónssyni forstjóra lista með rúmlega 2.500 undirskriftum íbúa svæðisins. Áskoruninni er beint til HSS og Embættis landlæknis.

Í áskoruninni kemur fram að sumarlokun Ljósmæðravaktarinnar, þar sem aðeins er veitt mæðravernd, valdi barnshafandi konum og fjölskyldum þeirra óöryggi, óþægindum og jafnvel tekjuskerðingu. Það sé ólíðandi í svo stóru heilbrigðisumdæmi og það að vísa barnshafandi konum á svæðinu til Reykjavíkur, vegna sumarlokana, sé brot á lögum um heilbrigðisþjónustu.

Halldór þakkaði fyrir þann áhuga og umhyggju sem aðstandendur átaksins sýndu stofnuninni með þessi framtaki.

Hann sagði fullan skilning ríkja í framkvæmdastjórn HSS gagnvart umræddri kröfu, en málið hafi aðallega strandað á möguleika á mönnun á deildinni og svo þurfi auðvitað aðeins meira fé til rekstrarins.

„Við gerð rekstraráætlunar HSS fyrir komandi ár var lögð fram beiðni um fjárveitingu til að þetta verði mögulegt. Ef það fæst í gegn á fjárlögum og okkur gengur vel að fá starfsfólk til starfa, er allur vilji hjá okkur að skerða ekki þjónustu ljósmæðravaktarinnar og bæta þannig við þjónustuna.“

Mynd/HSS: Berglind Ásgeirsdóttir og Sigurlaug Arna Sævarsdóttir afhentu undirskriftalistann. Halldór Jónsson forstjóri, Ingibjörg Steindórsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar, og Jónína Birgisdóttir, deildarstjóri Ljósmæðravaktar, veittu listanum viðtöku fyrir hönd stofnunarinnar.

Laus staða ljósmóður eða hjúkrunarfræðings við ung- og smábarnavernd

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða ljósmóður eða hjúkrunarfræðing til starfa í ung- og smábarnavernd. Á deildinni starfa ljósmæður og hjúkrunarfræðingar við fjölbreytt verkefni, í nánu samstarfi við fagfólk í öðrum sérgreinum og á öðrum deildum stofnunarinnar þar sem boðleiðir eru stuttar. Um er að ræða framtíðarstarf og æskilegt að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgð

Hjúkrunarfræðingar og ljósmæður starfa samkvæmt lögum og reglugerðum um heilbrigðisstarfsmenn, siðareglum og markmiðum hjúkrunar og deildarinnar.

Hæfniskröfur

 • Íslenskt ljósmæðra- og/eða hjúkrunarleyfi
 • Jákvætt viðmót og sjálfstæð vinnubrögð 
 • Góða hæfni og getu til samvinnu/teymisvinnu
 • Starfsreynsla er æskileg
 • Íslensku- og enskukunnátta skilyrði

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og hlutaðeigandi stéttafélags hafa gert.

 Sótt er um starfið rafrænt á hér á vefnum undir Laus störf. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og viðtölum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSS við ráðningar á stofnunina. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir gilda í 6 mánuði.

Starfshlutfall er 40%.

Umsóknarfrestur er til og með 03.01.2018 

Nánari upplýsingar veitir:

Guðrún Guðmundsdóttir netfang gg@hss.is eða í síma 422-0500

Subscribe to this RSS feed