Sjálfsafgreiðsluskjár í móttöku HSS

Standur1HSS tók nýlega í gagnið sjálfsafgreiðsluskjá í móttökunni í Reykjanesbæ.
 
Þar geta skjólstæðingar sem eiga bókaðan tíma slegið inn kennitölu sína og tilkynnt sig inn ásamt því að greiða komugjald í posa. Við afgreiðslustandinn má finna andlitsgrímur sem þarf að hafa í biðsalnum.
 
Um er að ræða talsverða þjónustubót, enda flýtir þetta nýja fyrirkomulag mjög fyrir afgreiðslu.
 
Athugið að enn þarf að fara til ritara með suma þjónustuþætti, en þá fá skjólstæðingar tilkynningu þess efnis á skjánum.

Krabbameinsskoðanir á ljósmæðravakt HSS í vetur

ljosmaedravakt2020Athygli er vakin á því að krabbameinsskoðanir munu fara fram á ljósmæðravakt HSS í vetur. Athugið að aðeins er um að ræða leghásstrok, en ekki brjóstaskoðun
 
Stefnt er að því að geta boðið vikulega upp á tíma á milli kl 16 og 20.
 
Fyrstu dagarnir eru 23. september, 6. október og 13. október.
 
Tímabókanir eru í gegnum þjónustusíma HSS: 422-0500 á milli kl 8 og 16 alla virka daga.

Nýr staður fyrir Covid-sýnatökur / New location for Covid-tests

 
Frá og með deginum í dag, miðvikudeginum 9. september, fara allar sýnatökur fyrir Covid 19 fyrir skjólstæðinga HSS fram á Fitjabraut 3, 260 Reykjanesbær.
 
Einstaklingar sem eru að koma í seinni landamæraskimun geta komið frá 8:30 – 10. Ekki þarf að panta tíma í landamæraskimun en mikilvægt er að hafa strikamerkið sem sent er í símann tilbúið.
 
Skjólstæðingar HSS þurfa áfram að hafa samband við Covid símaráðgjöf í síma 422-0500 til að fá beiðni í sýnatöku vegna veikinda.
 
Starting today, the 2nd PCR-tests for people arriving to Iceland are administered at Fitjabraut 3, 260 Reykjanesbær.
 
The tests will be administered between 8:30 and 10:00. No appointments are neccessary, but remember to bring the barcode you received in your phone.
For non-recent arrivals, if you have symptoms you have to contact HSS at 422-0500 for advice and potential appointments.

Reglur varðandi heimsóknir á D-deild HSS

 
Heimsóknir á D-deild HSS eru leyfðar á milli kl 18 og 20 með ákveðnum skilyrðum:
 
• Einn gestur per sjúkling á dag (og eftir atvikum einn fylgdarmaður)
• Hver heimsókn að hámarki í eina klst.
• Þeir sem ætla að koma í heimsókn þurfa að hringja milli kl 13 og 16 og bóka heimsóknartíma. S. 422-0636
• Starfsfólki er heimilt að vísa fólki frá ef fleiri en einn (ásamt fylgdarmanni þar sem það á við) gestur mætir í heimsókn eða ef þeir eiga ekki bókaðan heimsóknartíma.
 
ATHUGIÐ að sem fyrr mega gestir ekki koma í heimsókn ef þeir:
• eru í sóttkví
• eru í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu úr sýnatöku)
• hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift
• eru með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.)
 
ATHUGIÐ:
Ef smit vegna COVID-19 aukast eða smit vegna annarra smitsjúkdóma, gæti reglur varðandi heimsóknir verið hertar enn frekar.

Viðvera aðstandenda á Ljósmæðravakt HSS frá 7. ágúst

ljosmaedravakt2020Í ljósi aðstæðna og hertra sóttvarnareglna er konum því miður ekki leyft að koma með fylgdarmanneskju með sér í mæðraskoðun á ljósmæðravakt HSS.

Konur eru því beðnar um að koma einar í skoðun, en einn aðstandandi má þó fylgja konu í 20 vikna sónar og sömuleiðis má einn aðstandandi fylgja konu í fæðingu.

Konur sem eru að koma erlendis frá eru beðnar um að mæta ekki í skoðun fyrr en 14 dagar eru liðnir frá heimkomu, þrátt fyrir sýnatöku.

Ekki verður boðið upp á nálastungur á meðgöngu.

----------

Due to restrictions regarding COVID-19, starting today, women visiting the HSS Maternity ward must be unaccompanied for midwife-appointments, except for the 20 week undrasound scan, where one partner or family member can be present.

Partner or one family member is allowed to be in attendance during birth.

Women arriving from abroad are asked not to come to the maternity ward for the first 14 days after arrival.

Acupuncture will not be available for pregnant women.

----------

Ze względu na ograniczenia dotyczące COVID-19, począwszy od dzisiaj, kobiety odwiedzające oddział położniczy HSS muszą być bez opieki podczas wizyt położnych, z wyjątkiem 20-tygodniowego badania ultrasonograficznego, w którym może być obecny jeden partner lub członek rodziny.

Partner lub jeden członek rodziny może być obecny przy porodzie.

Kobiety przyjeżdżające z zagranicy proszone są o nie przychodzenie na oddział położniczy przez pierwsze 14 dni po przyjeździe.

Akupunktura nie będzie dostępna dla kobiet w ciąży.

Um heimsóknir til veikra aðstandenda á HSS

Vinsamlega athugið að stjórnendur og starfsfólk HSS beina þeim eindregnu tilmælum til fólks sem er nýkomið til landsins, að heimsækja ekki veika aðstandendur á D-deild HSS eða hjúkrunarheimilið Víðihlíð í Grindavík fyrr en 14 dögum eftir heimkomu erlendis frá.

Breyttur opnunartími læknavaktar HSS um helgar

HSS inngangurnottAthugið að helgaropnun á læknavakt HSS er nú aftur á milli 10-13 og 17-19.  

Vaktin er opin 16-20 á virkum dögum.

Enn um sinn er gert ráð fyrir því að að skjólstæðingar hringi á undan sér í síma 422-0500 og bóki tíma.

 

Staðfestu samstarf heimahjúkrunar HSS og stuðningsþjónustu Reykjanesbæjar

heimahjRNB2

HSS og Reykjanesbær undirrituðu í gær samning um samvinnu heimahjúkrunar HSS og stuðningsþjónustu Reykjanesbæjar.

Samstarfið hófst formlega 1.október 2019 og er það byggt á vinnu tveggja starfshópa sem hafa verið að störfum síðan síðla árs 2017. Fyrri starfshópur komst að þeirri niðurstöðu að hægt væri að efla og samhæfa þjónustu beggja aðila betur, samhliða tilfærslum verkefna frá heimahjúkrun til félagslegrar heimaþjónustu. Seinni starfshópnum var falið að útfæra samstarfið.

Með samstarfinu er verið að byggja brú á milli heilbrigðisþjónustu og stuðningsþjónustu Reykjanesbæjar. Markmiðið er að veita örugga, rétt tímasetta og skilvirka, notendamiðaða og árangursríka þjónustu sem er bæði samfelld og samhæfð. Áhersla verður lögð á að þjónustan auki líkur á bættri heilsu og auknum lífsgæðum þjónustuþega.

heimahjRNB1„Við erum öll í sama liðinu og vinnum að sama markmiðinu sem er að koma til móts við skjólstæðinga okkar á þeirra forsendum,“ segir Margrét Blöndal, deildarstjóri heimahjúkrunar á HSS.

„Á milli okkar ríkir jákvætt andrúmsloft og allir hjálpast að við að finna lausnir með því að vinna saman. Það er mikill breytileiki í þjónustunni og við eigum mjög auðvelt með að biðja félagsþjónustu um að taka að sér verkefni frá okkur og öfugt. Það sem við sjáum er að ákveðin verkefni hafa færst frá heimahjúkrun yfir til stuðningsþjónustu en einnig hefur þjónustan aukist. Það var komin mikil þörf á þetta samstarf en með því viljum við gera þjónustuna skilvirkari ásamt því að eyða svokölluðum „gráum svæðum“. Vinnan okkar síðustu mánuði hefur gengið vel og okkar skjólstæðingar eru mjög ánægðir með þetta nýja fyrirkomulag og við munum halda áfram að bæta þjónustuna á næstu misserum.“

Myndir: Markús Ingólfur Eiríksson forstjóri HSS og Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri undirrituðu samninginn í blíðunni í skrúðgarðinum miðja vegu milli ráðhússins og HSS, að viðstöddum fulltrúum frá heimahjúkrun og félagsþjónustunni.

Frekari tilslakanir á heimsóknarreglum á D-deild HSS

Breytingar verða á fyrirkomulagi heimsókna til sjúklinga á D-deild (sjúkradeild) HSS frá morgundeginum 9. júní 2020.

Heimsóknir á deildina verða leyfðar kl. 16-19 með ákveðnum skilyrðum:
• Einum aðstandandanda á dag (og fylgdarmenni ef nauðsyn krefur) er heimilt að heimsækja inniliggjandi sjúklinga
• Hver heimsókn að hámarki í eina klst.
• Starfsfólki er heimilt að vísa fólki frá ef fleiri en einn gestur mætir í heimsókn (fylgdarmaður undanskilinn)

Undantekningar frá þessum heimsóknarreglum, t.d. hvað varðar fjölda gesta eru ávallt gerðar í samráði við starfsfólk deildarinnar og er þá tekið mið af aðstæðum hverju sinni.

ATHUGIÐ að sem fyrr mega gestir ekki koma í heimsókn ef þeir:
a) eru í sóttkví
b) eru í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu úr sýnatöku)
c) hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift
d) eru með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.)

ATHUGIÐ!
Ef smit vegna COVID-19 aukast aftur, eða smit vegna annarra smitsjúkdóma, munu tilslakanir á heimsóknarbanni ganga til baka og reglur verða hertar á ný.

Opnað fyrir heimsóknir á D-deild og aðstandanda á Ljósmæðravakt

ljosmaedravakt2020Í kjölfar tilslakana á aðgerðum vegna sóttvarna í samfélaginu eru nokkrar breytingar á sjúkradeild HSS (D-deild) og á þjónustu ljósmæðravaktarinnar frá og með mánudeginum 18. maí. Sjá nánar hér að neðan.

LJÓSMÆÐRAVAKTIN

Konur sem eiga bókaðan tíma í mæðravernd eða ómskoðun mega hafa aðstandanda með sér í skoðun.

Aðstandandi má vera með konu í fæðingu og á sængurstofu eftir fæðingu. Aðrar heimsóknir eru þó ekki leyfðar.

D-DEILD
Heimsóknir á deildina verða leyfðar á milli kl 18-20 með ákveðnum skilyrðum:
• Einn gestur per sjúkling á dag (og eftir atvikum einn fylgdarmaður)
• Hver heimsókn að hámarki í eina klst.
• Þeir sem ætla að koma í heimsókn þurfa að hringja milli kl 13 og 16 og bóka heimsóknartíma í s. 422-0636
• Starfsfólki er heimilt að vísa fólki frá ef fleiri en einn (ásamt fylgdarmanni þar sem það á við) gestur mætir í heimsókn eða ef þeir eiga ekki bókaðan heimsóknartíma
• Tveggja metra nándarmörkum er aflétt milli gesta og sjúklings sem þeir vitja en eru í gildi milli gesta og annarra sjúklinga á deildinni.

*ATHUGIÐ að sem fyrr mega gestir ekki koma í heimsókn ef þeir:
a. eru í sóttkví
b. eru í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu úr sýnatöku)
c. hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift
d. eru með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.)

ATHUGIÐ:
Ef smit vegna COVID-19 aukast aftur, eða smit vegna annarra smitsjúkdóma, munu tilslakanir á heimsóknarbanni ganga til baka og reglur verða hertar á ný.

Subscribe to this RSS feed