Helga ráðin mannauðsstjóri HSS

Helga Hauksdóttir hefur verið ráðin mannauðsstjóri HSS. Ráðningin tekur gildi 1. janúar nk. Um er að ræða nýja stöðu hjá HSS, í samræmi við nýtt skipurit stofnunarinnar. Mannauðsstjóri heyrir beint undir forstjóra HSS.
 
Helga er menntaður vinnusálfræðingur frá Háskóla Íslands.
 
Hún hefur unnið í starfsmannamálum frá 2011, fyrst sem sérfræðingur í starfsmannamálum á Hagstofu Íslands, og svo starfsmannastjóri á sama stað frá ársbyrjun 2018.
 
Helga er boðin velkomin til starfa á HSS

Hallgrímur Kjartansson nýr læknir á heilsugæslu HSS

Hallgrímur Kjartansson læknir hóf nýlega störf á heilsugæslu HSS. Hallgrímur hefur starfað sem læknir um árabil, lengst af á heimaslóðum sínum á Ísafirði og víðar á Vestfjörðum.

Hallgrímur var yfirlæknir heilsugæslu Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða á Ísafirði til 2004. Næstu tvö ár leysti hann af í heilsugæslum í Noregi, Svíþjóð og á Patreksfirði og var í framhaldinu ráðinn yfirlæknir og framkvæmdastjóri lækninga á Heilbrigðisstofnun Patreksfjarðar sem þjónaði suðursvæði Vestfjarða.

Við sameiningu Heilbrigðisstofnunar Patreksfjarðar og Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða árið 2015 tók hann við stöðum yfirlæknis heilsugæslusviðs og framkvæmdastjóra lækninga við stofnunina og gegndi þeim stjórnunarstörfum til 2019.

Við tók almenn heilsugæsla á ný en haustið 2020 fluttist hann svo með fjölskyldu sína til Hafnarfjarðar og tók við stöðu heilsugæslulæknis á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.

HSS er mikill fengur að Hallgrími og er hann boðinn hjartanlega velkominn til starfa.

Andrea Klara ráðin hjúkrunadeildarstjóri heilsugæslu HSS Reykjanesbæ

Andrea netAndrea Klara Hauksdóttir hefur verið ráðin í starf hjúkrunadeildarstjóra heilsugæslu HSS Reykjanesbæ.

Ráðningin tekur gildi 1. janúar. Um er að ræða nýja stöðu sem tekur mið af nýsamþykktu skipuriti HSS.

Hún hefur unnið hjá HSS með hléum allt frá árinu 1993, fyrst sem sjúkraliði á Víðihlíð en síðar sem móttökuritari og læknaritari á heilsugæslunni í Grindavík og svo sem hjúkrunarfræðingur og deildarstjóri í Reykjanesbæ frá árinu 2008, bæði á legudeild og skurðstofu- og speglunardeild, og nú síðast sem yfirhjúkrunarfræðingur á heilsugæslusviði HSS síðan í maí 2019.

Auk þess hefur Andrea unnið í hlutastarfi sem speglunarhjúkrunarfræðingur í Meltingarsetrinu í Mjódd síðustu ár. Hún lauk BSc. í hjúkrunarfræðum árið 2009 og meistaragráðu í heilbrigðisvísindum við Háskólann á Akureyri árið 2015 og hefur einnig unnið mikið að félags- og fagstörfum, meðal annars innan Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og fagfélags speglunarhjúkrunarfræðinga.

Henni er óskað velfarnaðar í nýju starfi.

Heimsóknir ekki leyfðar á D-deild og Víðihlíð

HSS haust2020
Frá og með deginum í dag, 29. október, og um óákveðinn tíma, eru heimsóknir á sjúkradeild HSS (D-deild) og Víðihlíð ekki leyfðar, sökum fjölgunar Covid-smita í samfélaginu, meðal annars hjá viðkvæmari hópum.
 
Aðstandendur sjúklinga/íbúa eru hvattir til að nýta sér rafrænar lausnir til að eiga samskipti við sína nánustu og hafa samband við starfsfólk deildanna ef með þarf. Tækjabúnaður er til staðar á HSS fyrir þá sem þess þurfa, þökk sé höfðinglegum gjöfum til stofnunarinnar síðasta vor.

Inflúensubólusetning hafin fyrir áhættuhópa.

flensa2020
Nú hefur HSS hafið inflúensubólusetningar fyrir fólk í áhættuhópum og er tekið æá móti tímabókunum á milli 13 og 15 alla virka daga og einnig á www.heilsuvera.is. Almennar bólusetningar hefjast síðar og verða auglýstar þegar þar að kemur.
 
Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum og víðar, er inflúensubólusetning sérstaklega mikilvæg núna þar sem það er mjög slæmt að fá inflúensu ofan í kórónuveirusmit.
 
Til dæmis má vísa í niðurstöður rannsóknar ensku lýðheilsustofnunnar (PHE) sem benda til þess að fólk sem smitaðist bæði af nýju kórónuveirunni og inflúensu voru í meiru hættu að verða alvarlega veikir.
 
Mikilvægt þó er að halda þeirri forgangsröðun sem stuðst hefur verið við, það er að bólusetja viðkvæma hópa eins og aldraðra, fólk með undirliggjandi sjúkdóma og heilbrigðisstarfsfólk, til að koma í veg fyrir að bóluefnið gangi til þurrðar áður en allir einstaklingar í forgangi komast að.

Rafrænar bókanir í Covid-sýnatökur

Covid skimun bilarNú hefur verið opnað fyrir að allir þeir sem eru með einkenni Covid-19 og þurfa í sýnatöku geta bókað sig sjálft í gegnum www.heilsuvera.is. Þar þarf að athuga að haka í sýnatökustað „Keflavík“ og mikilvægt er að mæta á þeim tíma sem skilaboðin taka fram, en ekki öðrum tímum.
 
Fólk sem er í sóttkví á ALLS EKKI að bóka sig í einkennasýnatöku þó þau séu ekki búin að fá strikamerki fyrir sýnatöku. Þau verða að bíða spök þar til þau fá sent strikamerki frá rakningarteyminu, senda tölvupóst á rakning@logreglan.is eða spyrjast fyrir á Covid spjallinu á covid.is
 
Allir sem bóka sýnatöku fyrir kl. 10:00 fá sýnatöku samdægurs, þeir sem bóka eftir klukkan 10:00 fá tíma daginn eftir.
 
Sýnatökur eru að Fitjabraut 3 alla daga, einnig um helgar: Landamæra og skimunarsýnatökur milli 8:30 og 9:30. Einkennasýnatökur eftir klukkan 10:00

Ekið er að húsinu framhjá ÓB. Þau sem koma í landamærasýnatöku og skimanir ganga inn í húsið á hægri hlið, en þau sem koma í einkennasýnatökur aka inn í húsið, á sömu hlið.
 
Kort i Covid NJA

Tímabókanir í heimsóknir á D-deild HSS

Af sóttvarnarástæðum hefur fyrirkomulagi heimsókna á D-deild HSS verið breytt um óákveðinn tíma. Heimsóknir eru leyfðar á milli kl 18 og 20, en frá og með deginum í dag, 15. október 2020, þarf að bóka tíma í heimsóknir í síma 422-0636

Aðeins einn gestur má koma í heimsókn á dag í eina klst.í senn á tilgreindum heimsóknartíma
Allir gestir verða að bera grímu og sótthreinsa hendur.

ATHUGIÐ að gestir mega ekki koma í heimsókn ef þeir:
• Eru í sóttkví
• Eru í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu úr sýnatöku)
• Hafa komið erlendis frá fyrir minna en 14 dögum
• Hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift
• Eru með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.)

1.100 milljónir til uppbyggingar á innviðum heilbrigðisþjónustu á Suðurnesjum

Nýútkomið frumvarp til fjárlaga næsta árs kveður á um að ný heilsugæslustöð muni rísa í Reykjanesbæ og er ráðgert að framkvæmdum ljúki árið 2023. Áætlaður heildarkostnaður er 700 m.kr. og verkefnið verður þá á höndum Framkvæmdasýslu ríkisins. Staðsetning fyrirhugaðrar stöðvar liggur ekki fyrir að svo stöddu, en framkvæmdastjórn HSS lagði til að henni yrði fundinn staður í Innri Njarðvík, en það einnig hentug staðsetning til að þjónusta skjólstæðinga HSS í Vogum.

Þetta kemur til viðbótar við þær 400 m.kr. sem stjórnvöld hafa þegar ráðstafað til nýrrar slysa- og bráðamóttöku á HSS. Áætlanir gera ráð fyrir að flytja slysa- og bráðamóttöku, sem og röntgendeild, frá núverandi stað í gömlu sjúkrahúsbyggingunni yfir á jarðhæð D-álmunnar. Með því mun heildarrými slysadeildarinnar um það bil þrefaldast og miðað er að því að öll aðstaða fyrir skjólstæðinga og starfsfólk verði eins og best verður á kosið. Gert er ráð fyrir að þær framkvæmdir hefjist á næsta ári og munu Ríkiseignir sjá um verkið.

Þetta er sannarlega ánægjulegt, en starfsfólk og stjórnendur HSS hafa undanfarið verið að róa öllum árum í þá átt að efla þjónustuna. Ein af forsendum þess er að byggja upp húsnæði stofnunarinnar, sem hefur ekki tekið mið af stigmagnandi þjónustuþörf á Suðurnesjum í kjölfar mikillar íbúafjölgunar.

Heilsugæslan í Reykjanesbæ er nú ein fjölmennasta heilsugæslustöð landsins með um 21 þúsund skráða skjólstæðinga og hefur komufjöldi aukist ár frá ári. Einnig hafa verið um eða yfir 13 þúsund komur árlega á slysa- og bráðamóttöku HSS. Þörf er á enn frekari aukningu í þjónustu, en aðstöðuleysi hefur staðið okkur fyrir þrifum.

„Þetta eru stór skref rétta átt, en við ætlum að halda áfram og klára þá uppbyggingu sem nauðsynleg er til að mæta þörfum Suðurnesjabúa fyrir heilbrigðisþjónustu í heimabyggð,“ segir Markús Ingólfur Eiríksson, forstjóri HSS.

„Þessi áfangi hefur náðst með miklum stuðningi frá fjölmörgum, ekki síst íbúum svæðisins, sveitarstjórnarfólki, heilbrigðisráðuneytinu og sjálfu Alþingi. Við þökkum fyrir þennan mikla meðbyr sem við höfum fengið í okkar viðleitni til að byggja upp starfsemi HSS til framtíðar. Jafnframt vonumst við til þess að fá áframhaldandi stuðning allra til að halda áfram með uppbygginguna á komandi misserum.“

Fyrirkomulag Covid-sýnatöku - Covid testing

Covid skimun bilarMinnt er á að Covid-19 sýnataka HSS fer nú fram að Fitjabraut 3 í Njarðvík.
 
Seinni landamæraskimun og skimun einstaklinga sem eru að klára sóttkví fer fram 08:30 - 09:30 ALLA DAGA. Fólk má ganga inn í húsið hægra megin.
Fólk með einkenni kemur í sýnatöku á þeim tíma sem þeim er gefin upp í skilaboðum, og er keyrt í gegnum húsið.
 
Fólk í sóttkví kemur ekki nema það hafi fengið sendan kóða til sýnatöku.

ENGLISH:
Covid-tests are administered at Fitjabraut 3, 260 Reykjanesbær.

2nd PCR-tests for people arriving to Iceland and for those finishing quarantine are administered between 8:30 and 9:30 every day. Please walk into the building on the right side. 
 
Symptomatic individuals are tested at the time they are alotted in the message, in a drive-thru queue.
 
Those in quarantine are not supposed to book their apppointments, but wait for the code to be sent.

Breytingar á þjónustu vegna COVID-aðgerða

HSS Covid

Þar sem neyðarstig almannavarna tók gildi á miðnætti verða flestir læknatímar HSS á dagtíma hringdir út þar til annað verður gefið út. Slysa- og bráðamóttaka verður áfram opin allan sólarhringinn og læknavaktin síðdegis og um helgar verður áfram opin, en skjólstæðingar eru beðnir um að hringja á undan sér í síma 422-0500 og bóka tíma.

Þjónustan á HSS gæti tekið breytingum eftir því sem á líður, þannig að rétt er að fylgjast vel með tilkynningum á Facebooksíðu HSS og hér á heimasíðunni næstu daga.

Subscribe to this RSS feed