Opnunartími HSS yfir páskana

paskatreHSS

Athygli er vakin á því að COVID-móttakan á HSS verður opin á morgun, skírdag, laugardag og annan í páskum. Hægt er að vefbóka símtöl í ráðgjöf samdægurs (símsvörun hefst kl 10), og sýnataka fer fram alla þrjá dagana.

Frekari upplýsingar má fá í símum 422-0500 og 1700.

Föstudaginn langa og páskadag verður heilsugæsluvaktin opin á milli 10 og 16. Vegna aðgangstakmarkana og forgangsröðunar er fólk beðið að hringja á undan sér í síma 422-0500.

Slysa- og bráðamóttaka HSS er, sem fyrr, opin allan sólarhringinn.

Símaviðtöl við sálfræðinga vegna COVID-19 kvíða

Athygli er vakin á því að þau sem eru sérstaklega áhyggjufull eða kvíðin vegna COVID-19 geta héðan í frá fengið símaviðtal við geðheilbrigðisstarfsmann á HSS.

Hringdu í síma 422-0500  til að bóka 20 mínútna símaviðtal við geðheilbrigðisstarfsmann. Það verður hringt í þig samdægurs, innan dagvinnutíma,  eins fljótt og unnt er.  Athugið að símtal frá geðþjónustu HSS birtist sem leyninúmer í símanum þínum.

Kvíði og streita vegna COVID-19

Það er eðlilegt að finna til kvíða, óróleika eða streitu nú þegar COVID-19 herjar á okkur. Það er þó mikilvægt að halda ró sinni og anda rólega.

Kvíði er mikilvæg og eðlileg tilfinning. Hann er gagnlegur því hann hvetur okkur til að fara varlega, t.d. þvo okkur um hendur.

Það er ýmislegt sem við getum gert til að ráða betur við kvíða og streitu. Það er t.d. mikilvægt að vera virk, hugsa um aðra hluti og halda áfram að lifa sem eðlilegustu lífi.

Hvað get ég gert?

  • Minnkaðu áhyggjur með því að takmarka þann tíma sem þú fylgist með fréttum sem valda þér óróleika eða kvíða
  • Talaðu við einhvern sem þú treystir um hvernig þér líður
  • Vertu í góðum samskiptum við þína nánustu heima eða fjölskyldu og vini í síma eða tölvu
  • Hreyfðu þig, farðu t.d. út að ganga eða gerðu æfingar innandyra
  • Hafðu eitthvað fyrir stafni ef þú þarft að vera inni við, haltu áfram að lifa heilsusamlega
  • Gættu þess að fá góða næringu og nægan svefn
  • Skoðaðu hvað þú hefur gert áður til að takast á við erfiðleika og notaðu þær aðferðir til að ráða við tilfinningar þínar núna
  • Leitaðu þér upplýsinga frá áreiðanlegum aðilum um áhættu og hvernig þú getur varið þig og aðra sem best t.d. á vefnum covid.is
  • Ef þér finnst kvíði eða óróleiki vera óbærilegur hafðu þá samband við heilsugæsluna og pantaðu tíma hjá geðheilbrigðisstarfsmanni

Breytingar hjá Hjúkrunarmóttöku og Ung- og smábarnavernd HSS

Varðandi þjónustuna í hjúkrunarmóttöku og ung- og smábarnavernd heilsugæslu HSS þessa dagana er rétt að taka eftirfarandi fram:

Vegna smithættu er nú reynt að fækka komum á hjúkrunarmóttöku og mál leyst með símatímum í þeim tilfellum sem hægt er.

Fólk sem grunar að það sé með einkenni Covid-19 ætti alls ekki að koma á heilsugæslu, heldur hringja í 422-0500, bóka símatíma á Heilsuveru (www.heilsuvera.is), hringja í vaktsímann 1700, eða nýta sér netspjallið á Heilsuveru.

Ef fólk með kvefeinkenni kemur á heilsugæsluna, fær það maska á meðan dvöl þess á HSS stendur.

---

Vinsamlega athugið að öllum skoðunum í 2 ½ árs skoðanir og 4 ára skoðanir hjá Ung- og smábarnavernd HSS hefur verið frestað, og sömuleiðis hjá þeim sem eiga bókað í 10 mánaða skoðanir næstu fimm vikurnar. Síðastnefndi hópurinn mun fá tíma í 12 mánaða skoðun.

Þá verður tímum í 12 mánaða skoðun einnig frestað og munu aðstandendur þeirra fá skilaboð í gegnum Heilsuveru.is.

8 mánaða skoðanir munu haldast.

Ef foreldrar hafa áhyggjur þá er velkomið að hafa samband við HSS í síma 422-0500.

Þau sem eiga bókaðan tíma og eru að mæta, eru vinsamlega beðin um að aðeins annað foreldrið fylgi barninu í skoðun og að þau bíði í bíl sínum hér fyrir utan, en ekki inni á biðstofu, eftir að við hringjum þegar komið er að þeim í skoðun.

Vefbókanlegir símatímar í Covid-19 ráðgjöf

Heilsuvera

Athygli er vakin á því að nú hefur verið opnað fyrir vefbókanir á símatímum í ráðgjöf heilsugæslu HSS vegna Covid-19.

Þið farið inn á www.heilsuvera.is, skráið ykkur inn með rafrænum skilríkjum, veljið "tímabókun", "Bóka tíma", veljið úr listanum "Bráðamóttaka: Covid-19" og svo þá tímasetningu sem ykkur hentar.

Fyrir skjólstæðinga heilsugæslunnar í Grindavík á að velja "Covid-19: Hjúkrunarfræðingur GRI".

Lungnabólgubóluefni ekki til á HSS

Pneumoccocal pneumonia 700Bóluefni gegn lungnabólgu er ekki til á HSS núna, vegna mikillar eftirspurnar.

*ATH* Mikilvægt er að hafa í huga að þessi bólusetning hefur ekki áhrif á hvort viðkomandi smitast af covid-19 eða fær lungnabólgu í kjölfar sýkingar af covid-19.

Bóluefnið er ekki fáanlegt hjá birgjum okkar og er ekki væntanlegt fyrr til landsins fyrr en í lok marsmánaðar.

Við munum láta vita hér á Facebook-síðu HSS þegar við getum aftur boðið upp á þessa bólusetningu.

Covid-19: Breytt þjónusta á HSS (also in English, także po Polsku)

tilkynning covid2

Í ljósi neyðarstigs almannavarna vegna COVID-19 mun Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í Keflavík og Grindavík gera talsverðar breytingar á almennri móttöku og vaktþjónustu og efla fjarþjónustu.
 
Tímabundið er almennri móttöku lokað og vaktmóttökufyrirkomulagi breytt, auk þess sem tímum í sykursýkismóttöku og til háls-, nef- og eyrnalækna mun verða aflýst.

Haft verður samband við alla þá sem eiga bókaða tíma og reynt að leysa erindið símleiðis ef mögulegt er.

Þetta er gert til að draga úr smithættu skjólstæðinga sem og starfsfólks.

Í neyð ráðleggjum við fólki að hringja í 112. Fólki sem er í neyð og leitar á heilsugæslu er alltaf sinnt.

Öllum sem þurfa á vaktþjónustu að halda er bent á að hafa samband við heilsugæsluna í síma 422 0500, eða bóka símatíma á www.heilsuvera.is

Símsvörun á HSS er allan daginn 8-20 og um helgar 10-20. Öllum skjólstæðingum verður vísað í símatíma hjá fagfólki.

Ungbarnavernd og mæðravernd verður áfram en tímar ef til vill færðir. Upplýsingar um frekari breytingar á starfseminni verður auglýst á heimsíðu HSS og Facebook-síðu HSS.

Nánari upplýsingar um Covid-faraldurinn er annars að finna á www.covid.is, www.heilsuvera.is og www.heilsugaeslan.is 

ENGLISH

Due to the Covid-19 epidemic, there will be some changes in the services rendered by HSS, aimed at increasing telephone- and online-counselling.

To limit the risk of infection, for both professionals and the public, all regular appointments will be cancelled for the time-being and resolved via telephone. All those who have an appointment will be contacted by health-care professionals.

After-hours services will also be affected. Please contact us at 422-0500 or book a telephone appointment online at www.heilsuvera.is - In case of an emercency, please call 112.

Telephone-services are open from 8:00 to 20:00 weekdays and 10:00-20:00 on weekends. All calls will be answered by health-care professionals.

More information on the Covid-19 epidemic can be found at www.covid.is, www.heilsuvera.is and www.heilsugaeslan.is

PO POLSKU

W związku z epidemią Covid-19 wprowadzane będą pewne zmiany w usługach świadczonych przez HSS, mające na celu zwiększenie doradztwa telefonicznego i internetowego.

Aby ograniczyć ryzyko infekcji, zarówno dla profesjonalistów, jak i społeczeństwa, wszystkie regularne spotkania zostaną na jakiś czas anulowane i rozwiązane telefonicznie. Z osobami, które umówią się na spotkanie, skontaktują się pracownicy służby zdrowia.

Wpłynie to również na usługi po godzinach. Skontaktuj się z nami pod numerem 422-0500 lub zarezerwuj wizytę telefoniczną online na stronie www.heilsuvera.is - W nagłych przypadkach zadzwoń pod numer 112.

Usługi telefoniczne są czynne od 8:00 do 20:00 w dni powszednie i 10: 00-20: 00 w weekendy. Wszystkie połączenia będą odbierane przez pracowników służby zdrowia.

Więcej informacji na temat epidemii Covid-19 można znaleźć na stronach www.covid.is, www.heilsuvera.is i www.heilsugaeslan.is

Takmarkanir á Ljósmæðravakt HSS vegna Covid-19 (English+Polski)

Vegna Covid-19 faraldursins þarf Ljósmæðravaktin að grípa til eftirfarandi ráðstafana:

Hvorki makar né aðstandendur fá að fylgja konum í mæðravernd eða sónarskoðun. Makar og aðstandendur eru beðnir um að koma ekki með inn á deildina.

Einungis maki getur verið viðstaddur fæðingu en ekki aðrir aðstandendur.

Engar heimsóknir eru leyfðar til sængurkvenna.

Ekki er hægt að bjóða upp á nálastungur að svo stöddu.

Ef þarf að sækja vottorð – vinsamlega hringja á undan sér og vottorðum verður komið niður í afgreiðsluna þar sem skjólstæðingar geta nálgast þau.

Það er MJÖG mikilvægt að konur hringi á undan sér og tali við ljósmóður áður en þær koma. Sími 4220542

Ljósmæðravaktin fylgir tilmælum Landlæknis og Almannavarna og biður skjólstæðinga og fjölskyldur þeirra að sýna þessum tilmælum skilning.

English

Due to the risks linked to Covid-19 infections, the HSS Maternity ward has had to make the following measures.

Partners or family members will not be allowed to accompany expecting mothers to midwife-appointments or ultrasound examinations. Partners and family members are also asked not to enter the maternity ward.

Only a partner is allowed to be in attendance during birth.

Visitors are not allowed to the ward post birth.

Acupuncture will not be available for the time being.

If you need certificates, please call ahead, and the papers can be picked up in the reception by the main entrance.

It is very important for women to call ahead – tel. 422-0542 – before coming to the Maternity ward.

The HSS Maternity Ward follows guidelines from the Directorate of Health and Department of Civil Protection and Emergency Management and hopes its patients and their families will understand and follow these instructions.

Po polsku

Z powodu zakażeń wirusem Corid - 19 oddział położniczy wprowadza nowe środki ostrożności:

Osoby towarzyszące kobiecie ciężarnej podczas wizyty u położnej lub badań USG nie mogą wchodzić na oddział położniczy.

Podczas porodu tylko mąż może towarzyszyć żonie, innym osobom wstęp wzbroniony.
Zabronione są odwiedziny na oddziale położniczym.

Nie będą wykonywane zabiegi akupunktury przeciwbólowe.

W sprawie zwolnień lekarskich prosimy o kontakt telefoniczny. Zwolnienie lekarskie bedzie dostarczone do rejestracji gdzie będzie można je odebrać.

Bardzo ważne: prosimy kobiety ciężarne najpierw o kontakt telefoniczny z położną pod numerem 4220542 przed przyjazdem na oddział.

Oddział położniczy stosuje się do zaleceń lekarza Krajowego prosimy pacjentów o zrozumienie i przestrzeganie tych przepisów.

Covid-19: Heimsóknir á legudeildir HSS ekki leyfðar

Í kjölfar þess að Almannavarnir hafa lýst yfir neyðarástandi vegna Covid-19 veirunnar hefur verið ákveðið að leyfa ekki heimsóknir á legudeildir HSS: D-deild, Ljósmæðravakt og Víðihlíð, um óakveðinn tíma.

Hafið samband við deildirnar til að fá frekari upplýsingar. Síminn á HSS er 422-0500.

Þá eru einnig takmarkanir í gangi á bráðamóttöku HSS, þar sem mælst er til þess að þjónustuþegar séu án fylgdar nema nauðsyn þyki. Það á vitaskuld ekki við um börn, en þá sé aðeins annað foreldri með.

Covid-19 og inflúensan

Nú er tími inflúensu genginn í garð. Inflúensa smitast greiðlega á milli manna með úða og snertismiti. Einkenni inflúensunnar koma oftast snögglega með háum hita, skjálfta, höfuðverk, beinverkjum, þurrhósta og hálssærindum. Aðrar umgangspestir eru líka að ganga eins og allan ársins hring sem lýsa sér oft í kvefi og vægari einkennum.

Líkurnar á að einkennin séu af völdum Covid-19 eru afar litlar nema þú hafir verið á skilgreindu áhættusvæði  eða umgengist einstakling sem greindur hefur verið með Covid-19 veiruna.

Til að draga úr smithættu er fólki sem hefur ástæðu til að ætla að það hafi sýkst af kórónaveirunni, bent á að hringja á heilsugæsluna á opnunartíma eða í vaktsímann 1700, sem er opinn allan sólarhringinn, og fá leiðbeiningar.

Fólk sem telur sig hafa einkenni sjúkdómsins á ekki að koma á heilsugæsluna eða bráðamóttöku beint heldur hringja og fá ráðleggingar. Helstu einkenni eru hiti, hósti, beinverkir og öndunarerfiðleikar.

Ekki koma beint á heilsugæslustöð - hringdu fyrst

Góð handhreinsun er mikilvægasta ráðið fyrir heilbrigða til að forðast smit.

Handþvottur með vatni og sápu er æskilegastur ef hendur eru óhreinar, en hendur sem virðast hreinar en hafa komið við sameiginlega snertifleti s.s. hurðarhúna, eða tekið við hlutum úr annarra höndum s.s. peningum eða greiðslukortum má hreinsa með handspritti.

Gagnlegir tenglar:

Fræðsla um mikilvægi handþvottar

Upplýsingar um Covid 19 á vef Landlæknis

 

Leiðbeiningar til almennings um Kórónaveiruna (Covid-19)

Kórónaveiran Novel (COVID-19) hagar sér í sumu eins og inflúensa, einkenni eru svipuð og smitleiðir áþekkar.

Einkenni líkjast helst inflúensusýkingu, hósti, hiti, bein- og vöðvaverkir, þreyta o.s.frv. Kórónaveiran Novel getur einnig valdið alvarlegum veikindum með neðri öndunarfærasýkingum og lungnabólgu, sem koma oft fram sem öndunarerfiðleikar á 4.-8. degi veikinda.

Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmar +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.

Þessir einstaklingar eru sérstaklega beðnir um að mæta ekki á bráðamóttöku sjúkrahúsa eða á heilsugæslustöðvar nema að fengnum ráðleggingum í síma.

 Nánari upplýsingar hér

Subscribe to this RSS feed