Opnunartímar og heimsóknatímar

Athugið að sökum ráðstafana vegna COVID-19 faraldursins er opnunartími HSS með breyttum hætti um stundarsakir til að draga úr smithættu skjólstæðinga sem og starfsfólks.

Almenn móttaka er opin 8-16, en er þó enn með einhverjum takmörkunum. Hafið samband í síma 422-0500 fyrir frekari upplýsingar.

Heilsugæsluvaktin er opin frá 16-20 á virkum dögum og 10-13 og 17-19 um helgar og á helgidögum. 

Fólk er beðið um að hringja á undan sér í síma 422-0500. Þau munu fá samband við heilbrigðisstarfsfólk sem metur hvort hægt sé að leysa erindið í gegnum síma, annars er fólk boðað í komu.

Þau sem koma á vaktina án þess að hringja á undan sér eru metin við innganginn í heilsugæsluna.

Heimsóknir á D-deild eru leyfðar kl. 16-19 með ákveðnum skilyrðum:

• Einum aðstandandanda á dag (og fylgdarmenni ef nauðsyn krefur) er heimilt að heimsækja inniliggjandi sjúklinga
• Hver heimsókn að hámarki í eina klst.
• Starfsfólki er heimilt að vísa fólki frá ef fleiri en einn gestur mætir í heimsókn (fylgdarmaður undanskilinn)

Undantekningar frá þessum heimsóknarreglum, t.d. hvað varðar fjölda gesta eru ávallt gerðar í samráði við starfsfólk deildarinnar og er þá tekið mið af aðstæðum hverju sinni.

ATHUGIÐ að sem fyrr mega gestir ekki koma í heimsókn ef þeir:
a) eru í sóttkví
b) eru í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu úr sýnatöku)
c) hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift
d) eru með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.)

ATHUGIÐ!
Ef smit vegna COVID-19 aukast aftur, eða smit vegna annarra smitsjúkdóma, munu tilslakanir á heimsóknarbanni ganga til baka og reglur verða hertar á ný.

Í neyð ráðleggjum við fólki að hringja í 112, en Slysa- og bráðamóttaka HSS er opin allan sólarhringinn, sem fyrr. Fólki sem er í neyð og leitar á heilsugæslu er alltaf sinnt.

Öllum sem þurfa á vaktþjónustu að halda er bent á að hafa samband við heilsugæsluna í síma 422 0500, eða bóka símatíma á www.heilsuvera.is

 

Símsvörun á HSS er allan daginn 8-20 og um helgar 10-20. Öllum skjólstæðingum verður vísað í símatíma hjá fagfólki. Utan opnunartíma má hringja í vaktsímann 1700.

 Upplýsingar um frekari breytingar á starfseminni verður auglýst á heimsíðu HSS og Facebook-síðu HSS.

Nánari upplýsingar um Covid-faraldurinn er annars að finna á www.covid.is , www.heilsuvera.is  og www.heilsugaeslan.is

 

Ógilt í bili:

Heilsugæslan í Reykjanesbæ

  • Móttakan er opin allan sólarhringinn.
  • Almenn móttaka lækna, hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra er alla virka daga frá 08:00 - 16:00.
  • Læknavakt lækna er frá kl. 16:00 - 20:00 virka daga en um helgar kl. 10:00 - 13:00 og 17:00 - 19:00.
  • Tímapantanir alla virka daga frá kl. 08:00-16:00 í síma 422-0500
  • Bráðamóttaka lækna er allan sólarhringinn á HSS.  Ef um lífsógnandi tilfelli er að ræða á að hringja í 112 og fá sjúkrabíl eða til þess að fá samband við lækni.

Heilsugæsla HSS Grindavík

  • Móttakan er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 16:00
  • Tímapantanir alla virka daga frá kl. 08:00-16:00 í síma 422-0750

Sjúkrahús HSS Reykjanesbæ

  • Heimsóknartímar daglega frá kl 15:00 - 16:00 og kl 18:00 - 19:00

Heilsugæsla HSS, Vogum

  • Móttaka er opin alla þriðjudaga frá kl. 09:00 - 11:00
  • Tímapantanir alla virka daga frá kl. 08:00 - 16:00 í síma 422-0500

Gjaldskrá HSS

Síðast uppfært föstudagur, 12 júní 2020 16:43