Lausar stöður sjúkraliða í Víðihlíð og heimahjúkrun í Grindavík

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða sjúkraliða til starfa á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð og heimahjúkrun í Grindavík. Um er að ræða framtíðarstörf og tímabundin störf, unnið er í vaktavinnu.
Leitað er eftir áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingum sem geta unnið sjálfstætt.

Helstu verkefni og ábyrgð
Sjúkraliðar sinna ummönnun skjólstæðinga og öðrum störfum undir stjórn og í samvinnu við hjúkrunarfræðinga. Þeir starfa samkvæmt lögum og reglugerðum um heilbrigðisstarfsmenn.

Hæfnikröfur
Íslenskt sjúkraliðaleyfi kostur
Faglegur metnaður og vandvirkni
Jákvætt og hlýtt viðmót
Sjálfstæð vinnubrögð
Samvinnufús og tilbúin að vinna þau verkefni sem þarf
Starfsreynsla er æskileg

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sjúkraliðafélag Íslands hafa gert.
Um er að ræða mjög áhugaverð, fjölbreytt og gefandi störf. Þeir sem hafa sótt um áður eru vinsamlegast beðnir um að sækja aftur um til að endurnýja umsókn.
Sótt er um starfið rafrænt hér á vefnum undir Laus störf eða með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Umsókn fylgi starfsferilskrá. Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og/eða umsögnum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSS við ráðningar á stofnunina. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir gilda í sex mánuði.

Starfshlutfall er 50 - 90%
Umsóknarfrestur er til og með 07.01.2019


Nánari upplýsingar veitir
Ingibjörg R Þórðardóttir - ingibjorgthordar@hss.is - 422-0700 / 894-3774

Sækja um stöðuna

Síðast uppfært Sunnudagur, 30 desember 2018 00:15